<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 03, 2004

Allir dagar fráteknir fram í miðjan desember. Mikið tónleikafargan framundan og kóræfingar og ég þarf að taka mig á í að læra öll þessi ósköp. Litla snótin er nú formlega farin að láta bíða eftir sér. Átti samkvæmt öllum mælingum að koma í heiminn í gær en ég átti nú svo sem von á að sú stutta léti nú eitthvað bíða eftir sér. Við veðjum hér á 12.12. það er svo smart. Hrund er lögst í súkkulaðiát ásamt gulrótunum og svo fylgir yfirleitt fast í kjölfarið slatti af hrísmjólk. Undarlegt hvað ófrískum konum (fatta ekki alveg þetta ó fyrir framan allt sem fylgir meðgöngu en ófrísk er skárra en ólétt og en verra er vanfær. Hver skyldi hafa fundið upp öll þessi óorð) dettur í hug að borða. Einu sinni vann ég með konu sem langaði endalaust í stropuð egg og hún átti sex börn. Ég át sítrónur í massavís í ýmsu formi og ég man að ég borðaði einmit mikið af hrísmjólk þegar ég gekk með Tristan. Svo lenti ég á dollu sem var súr og síðan get ég varla sat að ég hafi borðað hrísmjólk.
Fór í klippingu í gær og var ekki alveg að meika þennan lit sem Jóa setti í mig, eitthvað svo músarlegt svo hún bætti í mig fleiri strípum og ég á eftir að þvo þetta úr og sjá hvort þetta skánar eitthvað....úbbs það er víst kominn tími á það...átti víst bara að vera í 20 mínútur. Er á leið í matarboð til Melgerðinga og þar þarf að mæta tímanlega í sexarann...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter