laugardagur, desember 11, 2004
Já, þessir dívutónleikar í gær tókust alveg glimrandi vel. Ógislega gaman og við Léttur stóðum okkur rosalega vel. Er ekki alveg búin að ná mér niður ennþá eftir þessa tónleika. Ég var nú reyndar orðin svoldið lúin í löppunum að standa svona, nánast frá tvo til tíu en að orðu leyti glöð í sinninu.
Slaufaði kóræfingu í morgun hjá gospelnum. Tónleikar framundan á mánudag, þriðjudag og miðvikudag og það mun allt ganga vel er ég viss um.
Og nú þarf ég að draga hana dóttur mína í göngutúr svo þetta blessaða barnabarn mitt fari að koma í heiminn. Þarf að koma jólapökkum sem eiga að fara til Bandaríkjanna til tengdó sem fer út á morgun og koma danmerkurpökkum í póst. Og eftir 15. verður hægt að fara að undirbúa jólin, reyndar á að vera skötupartý hér 17. des. en það er nú lítið fyrir því haft. Skrifa meira síðar...er að fara í jólahlaðborð í Keflavík í kvöld...
Slaufaði kóræfingu í morgun hjá gospelnum. Tónleikar framundan á mánudag, þriðjudag og miðvikudag og það mun allt ganga vel er ég viss um.
Og nú þarf ég að draga hana dóttur mína í göngutúr svo þetta blessaða barnabarn mitt fari að koma í heiminn. Þarf að koma jólapökkum sem eiga að fara til Bandaríkjanna til tengdó sem fer út á morgun og koma danmerkurpökkum í póst. Og eftir 15. verður hægt að fara að undirbúa jólin, reyndar á að vera skötupartý hér 17. des. en það er nú lítið fyrir því haft. Skrifa meira síðar...er að fara í jólahlaðborð í Keflavík í kvöld...
Comments:
Skrifa ummæli