sunnudagur, desember 19, 2004
Jæja, þá er ég búin að vera amma í rúman sólarhring. Lítil stúlka fædd 18. desember kl. 01.30, 3965 g og 51 cm. Á sama afmælisdag og Brad Pitt og Christina Aqilera. Petru finnst það voðalega flott. Hrund mín stóð sig eins og hetja í fæðingunni, þó hún væri nú ekki viss um á meðan á þessu stóð að hún gæti þetta. Skyldi engan veginn að ég hefði látið hafa mig í þetta fjórum sinnum. Ýmis fleyg orð sem hún lét falla, eins og hvað þetta væri nú mikið vitleysa allt saman, af hverju hún hefði ekki fæðst sem drengur og varð m.a. hugsað til systra sinna sem þyrfti að ganga í gegnum þessi ósköp. Hafði sjálf búist við af afgreiða þetta eins snöggt og ég, en sá svo að hún væri bara að gera þetta á sinn hátt, hægt og sígandi. Litla snúllan algjörlega yndisleg, róleg og góð. Alveg ótrúlegt að vera viðstödd fæðingu og sjá þetta litla kraftaverk koma í heiminn.
Missti af skötupartýinu en John sigldi í gegnum það með hjálp Hanne og Kristínar. Og þegar ég kom heim af fæðingardeildinni tók á móti mér þessi sérstaki "ilmur" sem fylgir skötunni. Potturinn með skötunni enn á eldavélinni en ég var fljót að skella honum út fyrir. Dísa sofnaði í sófanum. Mér skilst á börnunum mínum að það hafi verið mikið drukkið og mikið talað. Bara eins og skötupartý eiga að vera. Ilmurinn svona rétt að dofna. Verð trúlega að sjóða hangikét eða baka piparkökur til að ná lyktinni burtu.
Ætla í síðasta jólagjafaleiðangurinn á morgun og versla í jólamatinn. Svo er þetta allt að smella, búin að gera allt sem ég ætlaði að gera, sem var lítið sem ekkert og stærsta jólagjöfin komin í hús...
Missti af skötupartýinu en John sigldi í gegnum það með hjálp Hanne og Kristínar. Og þegar ég kom heim af fæðingardeildinni tók á móti mér þessi sérstaki "ilmur" sem fylgir skötunni. Potturinn með skötunni enn á eldavélinni en ég var fljót að skella honum út fyrir. Dísa sofnaði í sófanum. Mér skilst á börnunum mínum að það hafi verið mikið drukkið og mikið talað. Bara eins og skötupartý eiga að vera. Ilmurinn svona rétt að dofna. Verð trúlega að sjóða hangikét eða baka piparkökur til að ná lyktinni burtu.
Ætla í síðasta jólagjafaleiðangurinn á morgun og versla í jólamatinn. Svo er þetta allt að smella, búin að gera allt sem ég ætlaði að gera, sem var lítið sem ekkert og stærsta jólagjöfin komin í hús...
Comments:
Skrifa ummæli