<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 22, 2004

Ætlaði nú bara að tékka á póstinum en það vill oft brenna við að ég sitji hér við tölvuna aðeins lengur en það. Litla ömmustelpan mín er sú alsætasta þó að hún líkist pabba sínum! Og Hrundin mín er voðalega góð mamma, sem ég átti nú reyndar von á þar sem hún er besta barnapía sem ég hef haft um daga. Hef reyndar ekki haft þær aðrar en hana. Og Robbi er voðalega stoltur pabbi og ætlar að fara að spara svo litla fjölskyldan flytji einhvern tímann að heiman. (hvenær má eiginlega brjóta þessa reglu...ekki joð á undan i). Ég sagði nú sí svona að ég gæti alveg haft litluna, þau mætti alveg flytja að heima. Ég elska svona lítil og sæt börn. Þau eru bara algjör krútt.
Búin að kaupa allar jólagjafir og pakka þeim inn, nema fyrir Hrund og snúlluna. Snúllan er ekki vandamál en ætli ég endi ekki bara á því að gefa Hrund gjafabréf í eitthverju af mollum bæjarins og hún getur þá kannski keypt sér einhver föt þegar hún jafnar sig eftir meðgönguna.
Klára að versla það sem eftir er fyrir jólamatinn á morgun. Og Tristan ætlar að stjórna því á morgun að hér verði lagað almennilega til og þar með talið að Katrín taki svona einu sinni til í herberginu sínu. Hún er sko ekki að eyða tíma í slíkt en neyðist til þess á morgun með bróður sinn yfir sér. Tristan vill líka að pabbinn drífi í því að setja upp fleiri jólaljós úti, en hann hefur haft lítinn tíma til að sinna því sökum of mikillar vinnu. Hann vinnur allt of mikið þessi elska, en kannski veitir ekki af með allt í einu átta manns í heimili.
Verð að muna eftir því að setja þau fáu jólakort sem ég hef komið mér í að skrifa í póst á morgun svo þau berist fólki fyrir jól. Bara nánast fjölskylda sem fær jólakort þetta árið. Bæti bara úr því næsta ár eins og sá lati segir.
Best að drífa sig í bólið...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter