fimmtudagur, desember 16, 2004
Tónleikahrinan að baki og ég er sæl í hjarta. Það rann upp fyrir mér þegar ég var komin í rúmið í morgunsárið hvað ég er umkringt af skemmtilegum og umfram allt góðum konum. Ég bara vissi ekki að það væri svona mikið til af blátt áfram yndislegum konum í þessu landi. Held að minn heittelskaði ektamaður hafi rétt fyrir sér með það, að ef við mundum flytja til USA mundi ég veslast upp og deyja af því ég hefði ekki allt þetta góða fólk í kringum mig sem ég þekki. Hjarta mitt verður meirt þegar ég hugsa til allra þeirra sem knúsa mig og faðma við öll möguleg tækifæri. Ég segi bara eins og Jón Kr. sagði um árið: "Takk, takk fyrir, góða fólk!"
Og loksins er eitthvað að gerast í því að koma barnabarninu í heiminn. Hrund á að mæta upp á Landsa kl. 21 í kvöld og fær stikkpillu til að koma þessu af stað. Svo kannski reynist ég sannspá um þann 17. des. Svo nú verð ég að leggjast í tiltekt því það á að vera skötupartý hér annað kvöld og ef ég verð megnið af morgundeginum á fæðingardeildinni er eins gott að vera búin að öllu. Það getur nú hver sem er sett skötuna í pott og soðið nokkrar kartöflur ef barnið verður ekki komið fyrir skötuveisluna. Svo mæti ég bara í fjörið...
Og loksins er eitthvað að gerast í því að koma barnabarninu í heiminn. Hrund á að mæta upp á Landsa kl. 21 í kvöld og fær stikkpillu til að koma þessu af stað. Svo kannski reynist ég sannspá um þann 17. des. Svo nú verð ég að leggjast í tiltekt því það á að vera skötupartý hér annað kvöld og ef ég verð megnið af morgundeginum á fæðingardeildinni er eins gott að vera búin að öllu. Það getur nú hver sem er sett skötuna í pott og soðið nokkrar kartöflur ef barnið verður ekki komið fyrir skötuveisluna. Svo mæti ég bara í fjörið...
Comments:
Skrifa ummæli