<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 31, 2005

Og annað test...


Your Dominant Intelligence is Musical Intelligence

Every part of your life has a beat, and you're often tapping your fingers or toes.
You enjoy sounds of all types, but you also find sound can distract you at the wrong time.
You are probably a gifted musician of some sort - even if you haven't realized it.
Also a music lover, you tend to appreciate artists of all kinds.

You would make a great musician, disc jockey, singer, or composer.
What Kind of Intelligence Do You Have?
Nú er ég öll komin í testin...hef svo sem lengi vitað að ég væri B manneskja....


You Have A Type B+ Personality

B+

You're a pro at going with the flow
You love to kick back and take in everything life has to offer
A total joy to be around, people crave your stability.

While you're totally laid back, you can have bouts of hyperactivity.
Get into a project you love, and you won't stop until it's done
You're passionate - just selective about your passions
Do You Have a Type A Personality?

laugardagur, janúar 29, 2005

Lítið um blogg síðustu viku. Líður annars nokkuð vel og er ánægð með að hafa drifið í að lakka útihurðina að innan, þó lakkið sé ekki orðið almennilega þurrt ennþá og Mogginn hafi rifnað af því að festast í nýmálaðri bréfalúgunni. Jánsinn minn í sumarbústað með vinnunni og ég því grasekkja þó mér hafi alltaf fundist þetta orð óskaplega leiðinlegt. Var algjörlega úrvinda eftir síðustu ferð til Jónu en mjöðmin orðin góð og ég að vakna til lífsins á ný.
Fékk þær fréttir í gær að til standi að breyta eitthvað áherslum á Frey svo ég er trúlega að vinna síðasta blaðið fyrir þá. Á ekki von á því að yfirmaður útgáfusviðs þeirra bænda ráði mig í vinnu. Hann hefur enga trú á konum maðurinn sá. Svo nú er bara að finna sér aðra vinnu eða þannig. Ekki það að ég sé eitthvað desperat. Langar eiginlega bara að gerast dagamma og passa ömmustelpuna mína þegar múmmsan hennar fer aftur að vinna.
Og nú er ég farin að gera test á netinu. Það hlýtur að fara að líða að því að ég fari að nota "andsk.." karlana sem sumir virðast svo hrifnir af. Hvar endar þetta eiginlega...
I am 24% loser. What about you? Click here to find out!

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Ég verð nú bara að koma því að að ég svaf eins og steinn í alla nótt, streit í átta og hálfan tíma og minnist þess ekki að hafa velt mér á allar hliðar til að sofna. Hún Jóna mín er að gera kraftaverk. Húrra fyrir henni!!!
Og nú er að gera það sem gera þarf í dag, tiltektarforritið ræður og ganga frá þvotti og mæta svo á kóræfingar galvösk.
Reyndar var skólahjúkkan að hringja og láta mig vita að Tristan hefði dottið í hálkunni og fengið kúlu á hausinn. Strákarnir í skólanum voru algjörlega í sjokki yfir þessum höfuðáverka en drengurinn sallarólegur enda vanur því að fá heimsins stærstu kúlur á hausinn. Fær samt að horfa á í leikfimi og ráð að fylgjast með honum yfir daginn...
Svei mér ef ég fylgdi ekki tiltektarforritinu í dag. Þreif allavega baðið og rétti aðeins við herbergið hjá Tristani. Á morgun segir forritið að ég eigi að laga til hjá Trínunni og í stofunni. Sjáum hvernig það fer.
Fór til Jónu enn og aftur í dag. Þetta er eiginlega alveg undarleg upplifun þessi höfuðbeinameðferð. Sofnaði nú ekki í dag enda tiltölulega nývöknuð þegar ég fór til hennar. Mun halda þessu eitthvað áfram. Það er nokkuð víst. Engin mjaðmaverkir lengir og heldur ekki axlaeymslin sem voru í morgun. Er held ég bara allt annað líf.
Lenti svo í einhverri vísindakönnun frá Gallup í dag og þar var einmitt spurt hvort ég hefði notað hinar eða þessar aðferðirnar við lækningar á mínum auma skrokki. Og ég var voða glöð að geta sagst hafa farið í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð. Húrra fyrir mér.
Annars allt við það sama hér á bæ, róleg með afbrigðum og öll að hressast eftir depurð og leiðindi undanfarnar vikur enda sól að hækka á lofti. Hef svo sem lengi vitað að ég væri best geymd í hýði frá nóvember fram í febrúar. Vildi að ég nyti sömu forréttinda og björninn í þeim efnum.
Raðaði býsnum öllum af nótum í möppur og er bara nokkuð ánægð með mig. En nú er kominn tími á svefn svo ég fari nú ekki að snúa sólarhringnum við enn og aftur...

sunnudagur, janúar 23, 2005

Fór til Jónu í annað skipti á föstudaginn og bara steinsofnaði. Átti nú ekki von á því. Mjöðmin skárri en finn nú samt enn fyrir henni. Hitti Stínu í lunch á Vegamótum áður og hafði virkilega gott og gaman af því. Maður ætti að gera meira af því að hitta vini sína svona í lunch. Arkaði svo um Kringluna en sá ekkert sem ég gat látið glepjast af að kaupa og það er bara í sallagóðu lagi.
Fer aftur til Jónu á mánudaginn og aldrei að vita nema ég fái mér blund þá líka. Nennti ekki á grímuball hjá gospelnum og sé á bloggi Gunnsunnar að þar hafi verið fámennt en góðmennt. Hún er greinilega öll að koma til og ætlar að mæta á kóræfingu á þriðjudaginn.
Var að enda við að ryksuga og í gær þvoði ég milljón vélar af þvotti og gekk meira að segja frá honum að mestu og dældi svo inn myndum á fjölskylduvefinn enda ekki vanþörf á þar sem ég hef ekkert sett þar nýtt inn síðan 2003. Ekki góð frammistaða. En ömmubarnið er allavega komið þar inn þó ekki hafi mér tekist að láta javascriptina virka. Snúllan var hjá pabba sínum í nótt, alein án mömmunnar. Sakna þess að heyra ekki í henni hér á heimilinu.
Framundan meiri tiltekt og nú á að láta reyna á skipulagið. Hefst frá og með morgundeginum. Ætti kannski að fara og frá mér einkaþjálfara eins og Giovanna. Mér veitti trúlega ekki af því.
Nú er það sturtan og næsheit...

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Það er ekki bara mjöðmin sem er mig lifandi að drepa þessa dagana heldur held ég að ég sé komin með flensu ofan í það allt saman. Var að vona að ég slyppi og hef verið að reyna að sannfæra sjálfa mig að það sé ekki flensufjandi sem er að plaga mig heldur eitthvað allt annað.
Fór til Jónu í gær í yfirlagningu og svei mér ef þetta virkar ekki. Var algjörlega ómöguleg í nótt, öll lurkum lamin og hún varaði mig nú reyndar við því. Fer aftur til hennar á morgun. Ég held að allur skrokkurinn á mér sér úr lagi genginn og allur í rugli.
Ætla að hitta Stínu á morgun í lunch og svo kannski drusla á ég mér á grímuball hjá Gospelsystrum annað kvöld eða eitthvað.
Er búin að liggja yfir freysa og léttum í morgun en nú hefst hin mikla tiltekt í herbergi Katrínar. Vona að ég nái að klára það í dag, þvottur og fleira sem situr á hakanum...

mánudagur, janúar 17, 2005

Var í gær í leti minni að skrolla á milli sjónvarpsstöðva og er ekki verið að sýna myndina um norsku kórdrengina í Bergervåg í norður Noregi. Sá þessa snilldarmynd á sínum tíma í ríkissjónvarpinu og það var gaman að sjá þetta aftur. Skemmtilegir karakterar þessir norðurnorsarar. Strax á eftir var sem mynd um ferð einhverrar danskrar lúðrasveitar einmitt til Bergervåg og drengjakórinn norski söng í þeirri mynd líka. Veit ekki hvort við léttsveitarkerlur náum að toppa þessa norsku sómadrengi.
Er að drepast í annari mjöðminni og geng eins og halti kúkur. Trúlega bara slæm vöðvabólga. Og svo var ég að breyta aðeins útlitinu á she vefnum og nú er hann nokkurn veginn kominn í það horf sem ég vil hafa hann í þangað til mér dettur í huga að breyta honum næst. Þarf að fara að druslast til að setja inn myndir á heimilisvefinn og laga hann eitthvað til líka. Og svo að drífa í að mála gereftin í herbergi Hrundar áður en þau verða sett upp. Og ýmislegt fleira sem mér dettur í hug en kem ekki í verk...

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Skrítið. Ég var einmitt að hugsa um að setja inn hér eitthvað um vin minn Bangsimon úr því ég var farin að rifja upp það sem síaðist inn í hausinn á mér í Kvennó. Kemur í gærkvöldið til mín dóttir mín Petra og er að hlæja að því hvað Bangsimon heitir á ensku, Winnie the Pooh. Hún túlkaði það náttúrlega á versta veg og að aumingja bangsinn héti skítur á ensku. En svona hljómar allavega fyrsta síðan í Winnie the Pooh:

"Once upon a tima, a very long time ago, about last Friday, Winnie the Pooh lived in the forrest, all by him self, under the name of Sanders".

Er rokin út að kaupa rúm og hirslur undir föt fyrir Katrínu mína...

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Reiðr var þá Vingþór er hann vaknaði
ok síns hamars ok saknaði
skör nema að drýgja
skegg nam að hrista...

Þetta er upphafið af Þrymskviðu og ég hef ekki hugmynd um af hverju mér datt þetta í hug akkúrat núna. Man bara að ég skrifaði heljarinnar ritgerð um þessa miklu kviðu þegar ég var í Kvennó forðum. Og nú er Ingólfur Þorkelsson farinn til feðra sinna. Hann var eini kennarinn í Kvennó sem fékk mig til að lesa árans mannkynssöguna heima með því að lækka mig um 1.5 loksins þegar ég fékk eitthvað almennilegt á prófi. Sagði að ég kynni aldrei neitt í tímum og ætti því ekki skilið að fá 7.5. Ég varð svo reið að ég hét því að segja aldrei nokkurn tímann orð í tímunum hjá honum eftir það. Hann gæti þá allavega lækkað mig með góðri samvisku fyrir að kunna aldrei neitt. Þetta gerðist sem sagt á jólaprófi í 3. bekk og ég sagði aldrei orðt þegar ég var tekin upp það sem eftir var af veru minni í Kvennó. En hann hafði þó allavega á orði eftir eitthvert prófið að ein stúlka hefði komið sér á óvart í bekknum og sýndi að hún gæti nú alveg lært og það væri hún Sigurlaug. Já, svona geta undarleg atvik breytt sögunni.
Mætti ekki á kóræfinguna í gær sökum leti. En ég mæti bara betur næst...

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Hef nákvæmlega ekkert gert í dag ef undan er skilið umbrot á einni grein í hrossafrey. Löt með afbrigðum og ætla að skella mér í sturtu og athuga hvort ég hressist ekki eins og Eyjólfur gerði forðum, þó ég viti nú ekki hvort heit og góð sturtu gerði það að verkum. Létt kóræfing í kvöld eftir jólafrí...

mánudagur, janúar 10, 2005

Svaf nánast af mér gærdaginn og geðillskuna sem hefur verið að hrjá mig undanfarið sömuleiðis. Vaknaði í morgun rétt fyrir átta og hef verið á fótum síðan. Ótrúlegt en satt. Átti reyndar tíma hjá tannlækni klukkan hálf ellefu og nú á bara að drífa gömlu geiblurnar í réttingu. Ekki seinna vænna þegar maður er kominn þetta á sextugsaldurinn. Sem sagt framundan víraflækja í munnsan, tannleysi og úrdráttur og niðursetning á tönnum sem vantar. Margra ára prósess í aðsigi, byrjar strax eftir fermingu Petru, fjárútlát og meiri fjárútlát. Já, það kostar að vera með skakkar tennur að ég tali nú ekki um þegar vantar nokkur stykki líka.
Keypti loksins pappír í dagatöl sem ég ætlaði nú að sleppa að gera þetta árið, en hefur fengið kvartanir úr öllum áttum og verð því að drífa í því. Gömlu settunum finnst gott að hafa alla afmælisdaga fjölskyldumeðlima á einum stað svo enginn gleymist nú. Vissi ekki að þetta myndi vekja svona mikla lukku.
Litla ömmusnúllan mín komin heim frá hinni ömmunni og sefur núna vært sínum síðdegisblundi ásamt mömmunni sem er líka eitthvað þreytt.
Er sammála vésunni að betra jólatré en léttjólatréð hefur ekki komið hér inn á heimilið. Það fékk nú samt að fjúka út daginn fyrir þrettándann þegar ég fékk tiltektaræði og ruslaði öllu jólaskrauti niður í kassa aftur og henti fullt af því sem ég nota aldrei, meira en Ingibjörg gerði. En herbergi krakkanna þarfnast yfirferðar, þarf að fara í gegnum fötin þeirra, koma því sem þau er vaxin upp úr annað hvort til USA eða í Sorpu og er alvarlega að hugsa um að láta Tristan og Katrínu skipta um herbergi. Herbergið hjá Katrínu er allt of lítið fyrir hana og hún þarf að fá annað rúm sem hægt er að stafla undir meiru af drasli en kemst fyrir undir rúminu hennar núna. Tristans herbergi er víst aðeins breiðara. Verð allavega að gera eitthvað til að búa til meira pláss fyrir hana.
En nóg af bloggi í bili, yfir og út...

sunnudagur, janúar 09, 2005

Svei mér ef geðillska mín náði ekki hámarki í gær. Held ég verði að fara að gera eitthvað róttækt í þessu, fara á prótsakk eða eitthvað annað geðvonskudeifandi. Það fara allir og allt í taugarnar á mér og þó mest af öllu ég sjálf sem er ekki húsum hæfandi hvað þá meir. Verð að fara að taka mig saman í andlitinu og meika daginn betur án þess að það bitni á fjölskyldunni meira en orðið er. Hef reynt að sofa úr mér mestu frekjuna síðasta sólarhringinn og vona að ég verði eitthvað skárri eftir það.
Og svo sé ég á bloggi Ingibjargar að Védís er farin að blogga. Algörlega frábært. Vésan er nú með skemmtilegri pennum. Þá hefur maður eitthvað til að hlakka til ef aðgerðaleysið er algjört. Þá er svo hressandi að lesa annarra blogg og leggja nokkra kapla bara svona til að drepa tímann.
Að öðru leyti áætla ég að taka daginn snemma, finna á netinu uppskrift að pikkluðum sítrónum og druslast svo til að taka mig saman í andlitinu og vera almennileg við mína nánustu og elda kannski góðan mat og ná mér upp úr þessu sleni og leiðindum...

laugardagur, janúar 08, 2005

Mikið er ég fegin að ég geri engin áramótaheit. Ég væri löngu búin að brjóta þau öll. Gengur illa að koma sólarhringnum á rétt ról, sef þegar ég er syfjuð sem er yfirleitt á daginn og vaki svo á nóttinni yfir engu. Svaf algjörlega af mér gærdaginn og svo hálfa nóttina en sit nú hér fyrir framan tölvuna og er sú eina á fótum. Er að pæla í að skúra áður en fólkið mitt flykkist á fætur. Hrund og Rakel ætla að vera hjá hinni ömmunni um helgina. Sakna litlunnar minnar um leið og hún fer út úr húsi en auðvitað verður hin amman að fá sinn skammt af henni líka.
Vona að Gunnsunni minni hafi gengið vel í aðgerðinni. Hún á að vera komin heim. Bjalla kannski í hana í dag ef ég man eftir því. Man heldur ekki hvenær María kemur heim frá Danmörku. Hringi kannski í hana í dag líka. Hef ekki heyrt í henni síðan hún fór út. Og svo byrja kóræfingar eftir helgina.
Og nú skal haldið í skúringar...

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Jæja kæru landsmenn og þið hin líka. Það er nú eiginlega komin tími á að tjá sig eitthvað hér í bloggheimi. Systir mín farin að halda að ég hafi sálast þar sem ekki hefur heyrst frá mér hósi né stuna síðan fyrir jól. Sér er nú hver letin.
Jólin komu og fóru hjá mér eins og öðrum. Margir pakkar, mikið borðað, góður matur og mamma fékk möndlugjöfina sem var makkintos frá Nestle. Eitthvað er það fyrirtæki farið að yfirtaka gamla góða makkintosið sem heitir nú víst reynda kvalitý strít. Litla ömmustúlkan mín, hún Rakel, svaf algjörlega af sér jólin. Sefur eins og engill í öllum kjaftaganginum og látunum. Góð jól sem sagt og svo aðeins skroppið í sextugsafmæli Auðar frænku í Keflavík á jóladag. Og aumingja Þóri frændi fótbraut sig við skötusoðninguna á þonnlák og þegar Stína var að heimsækja hann á Jóseps datt hún og handleggsbraut sig. Hvernig er þetta hægt segi ég nú bara.
Ég lagðist í mitt árlega skammdegisþunglyndi milli jóla og nýárs þó það væri frekar vægt þetta árið. Engin óhemju geðillska eða leiðindi. Bara svona engan veginn og nennti ekki að vera til.
Farið í Gauk eftir síðustu kvöldmáltíð ársins og horft á skaupið sem var með því betra þetta árið og hvorft á flugeldasýningu landans.
Og minn fyrrverandi mágur rétt slapp fyrir horn þegar flóðbylgjan gekk yfir Tailand. Stundum er það lán í óláni að vakna seint og ná ekki ströndinni í morgunsárið. Hann virðist elta uppi jarðskjálfta karlinn sá því suðurlandskjálftinn, sem var ofboðslegur að hans mati, fór í gegnum húsið hjá honum. Að öðru leyti eru þessi hamfarir í Asíu hræðilegar og eiginlega ekki hægt að ímynda sér hörmungarnar þar.
Náði því að lesa eina bók yfir jólin, Barn að eilífu. Góð lesning og vel skrifuð af Sigmundi Erni.
Annars hefur tíminn aðallega farið í það að stjana í kringum barnabarnið mitt. Algjörlega æðislegt að vera amma og litla snúllan algjört krútt.
Skrifa meira síðar þegar ég er búin að koma einhverju tauti við þetta nýja lyklaborð mitt...sem hugsar sjálfstætt og skrifar bara sem því dettur í hug...og gleðilegt árið...það má ekki gleyma því...

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter