sunnudagur, janúar 23, 2005
Fór til Jónu í annað skipti á föstudaginn og bara steinsofnaði. Átti nú ekki von á því. Mjöðmin skárri en finn nú samt enn fyrir henni. Hitti Stínu í lunch á Vegamótum áður og hafði virkilega gott og gaman af því. Maður ætti að gera meira af því að hitta vini sína svona í lunch. Arkaði svo um Kringluna en sá ekkert sem ég gat látið glepjast af að kaupa og það er bara í sallagóðu lagi.
Fer aftur til Jónu á mánudaginn og aldrei að vita nema ég fái mér blund þá líka. Nennti ekki á grímuball hjá gospelnum og sé á bloggi Gunnsunnar að þar hafi verið fámennt en góðmennt. Hún er greinilega öll að koma til og ætlar að mæta á kóræfingu á þriðjudaginn.
Var að enda við að ryksuga og í gær þvoði ég milljón vélar af þvotti og gekk meira að segja frá honum að mestu og dældi svo inn myndum á fjölskylduvefinn enda ekki vanþörf á þar sem ég hef ekkert sett þar nýtt inn síðan 2003. Ekki góð frammistaða. En ömmubarnið er allavega komið þar inn þó ekki hafi mér tekist að láta javascriptina virka. Snúllan var hjá pabba sínum í nótt, alein án mömmunnar. Sakna þess að heyra ekki í henni hér á heimilinu.
Framundan meiri tiltekt og nú á að láta reyna á skipulagið. Hefst frá og með morgundeginum. Ætti kannski að fara og frá mér einkaþjálfara eins og Giovanna. Mér veitti trúlega ekki af því.
Nú er það sturtan og næsheit...
Fer aftur til Jónu á mánudaginn og aldrei að vita nema ég fái mér blund þá líka. Nennti ekki á grímuball hjá gospelnum og sé á bloggi Gunnsunnar að þar hafi verið fámennt en góðmennt. Hún er greinilega öll að koma til og ætlar að mæta á kóræfingu á þriðjudaginn.
Var að enda við að ryksuga og í gær þvoði ég milljón vélar af þvotti og gekk meira að segja frá honum að mestu og dældi svo inn myndum á fjölskylduvefinn enda ekki vanþörf á þar sem ég hef ekkert sett þar nýtt inn síðan 2003. Ekki góð frammistaða. En ömmubarnið er allavega komið þar inn þó ekki hafi mér tekist að láta javascriptina virka. Snúllan var hjá pabba sínum í nótt, alein án mömmunnar. Sakna þess að heyra ekki í henni hér á heimilinu.
Framundan meiri tiltekt og nú á að láta reyna á skipulagið. Hefst frá og með morgundeginum. Ætti kannski að fara og frá mér einkaþjálfara eins og Giovanna. Mér veitti trúlega ekki af því.
Nú er það sturtan og næsheit...
Comments:
Skrifa ummæli