<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Jæja kæru landsmenn og þið hin líka. Það er nú eiginlega komin tími á að tjá sig eitthvað hér í bloggheimi. Systir mín farin að halda að ég hafi sálast þar sem ekki hefur heyrst frá mér hósi né stuna síðan fyrir jól. Sér er nú hver letin.
Jólin komu og fóru hjá mér eins og öðrum. Margir pakkar, mikið borðað, góður matur og mamma fékk möndlugjöfina sem var makkintos frá Nestle. Eitthvað er það fyrirtæki farið að yfirtaka gamla góða makkintosið sem heitir nú víst reynda kvalitý strít. Litla ömmustúlkan mín, hún Rakel, svaf algjörlega af sér jólin. Sefur eins og engill í öllum kjaftaganginum og látunum. Góð jól sem sagt og svo aðeins skroppið í sextugsafmæli Auðar frænku í Keflavík á jóladag. Og aumingja Þóri frændi fótbraut sig við skötusoðninguna á þonnlák og þegar Stína var að heimsækja hann á Jóseps datt hún og handleggsbraut sig. Hvernig er þetta hægt segi ég nú bara.
Ég lagðist í mitt árlega skammdegisþunglyndi milli jóla og nýárs þó það væri frekar vægt þetta árið. Engin óhemju geðillska eða leiðindi. Bara svona engan veginn og nennti ekki að vera til.
Farið í Gauk eftir síðustu kvöldmáltíð ársins og horft á skaupið sem var með því betra þetta árið og hvorft á flugeldasýningu landans.
Og minn fyrrverandi mágur rétt slapp fyrir horn þegar flóðbylgjan gekk yfir Tailand. Stundum er það lán í óláni að vakna seint og ná ekki ströndinni í morgunsárið. Hann virðist elta uppi jarðskjálfta karlinn sá því suðurlandskjálftinn, sem var ofboðslegur að hans mati, fór í gegnum húsið hjá honum. Að öðru leyti eru þessi hamfarir í Asíu hræðilegar og eiginlega ekki hægt að ímynda sér hörmungarnar þar.
Náði því að lesa eina bók yfir jólin, Barn að eilífu. Góð lesning og vel skrifuð af Sigmundi Erni.
Annars hefur tíminn aðallega farið í það að stjana í kringum barnabarnið mitt. Algjörlega æðislegt að vera amma og litla snúllan algjört krútt.
Skrifa meira síðar þegar ég er búin að koma einhverju tauti við þetta nýja lyklaborð mitt...sem hugsar sjálfstætt og skrifar bara sem því dettur í hug...og gleðilegt árið...það má ekki gleyma því...

Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter