<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Reiðr var þá Vingþór er hann vaknaði
ok síns hamars ok saknaði
skör nema að drýgja
skegg nam að hrista...

Þetta er upphafið af Þrymskviðu og ég hef ekki hugmynd um af hverju mér datt þetta í hug akkúrat núna. Man bara að ég skrifaði heljarinnar ritgerð um þessa miklu kviðu þegar ég var í Kvennó forðum. Og nú er Ingólfur Þorkelsson farinn til feðra sinna. Hann var eini kennarinn í Kvennó sem fékk mig til að lesa árans mannkynssöguna heima með því að lækka mig um 1.5 loksins þegar ég fékk eitthvað almennilegt á prófi. Sagði að ég kynni aldrei neitt í tímum og ætti því ekki skilið að fá 7.5. Ég varð svo reið að ég hét því að segja aldrei nokkurn tímann orð í tímunum hjá honum eftir það. Hann gæti þá allavega lækkað mig með góðri samvisku fyrir að kunna aldrei neitt. Þetta gerðist sem sagt á jólaprófi í 3. bekk og ég sagði aldrei orðt þegar ég var tekin upp það sem eftir var af veru minni í Kvennó. En hann hafði þó allavega á orði eftir eitthvert prófið að ein stúlka hefði komið sér á óvart í bekknum og sýndi að hún gæti nú alveg lært og það væri hún Sigurlaug. Já, svona geta undarleg atvik breytt sögunni.
Mætti ekki á kóræfinguna í gær sökum leti. En ég mæti bara betur næst...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter