mánudagur, janúar 10, 2005
Svaf nánast af mér gærdaginn og geðillskuna sem hefur verið að hrjá mig undanfarið sömuleiðis. Vaknaði í morgun rétt fyrir átta og hef verið á fótum síðan. Ótrúlegt en satt. Átti reyndar tíma hjá tannlækni klukkan hálf ellefu og nú á bara að drífa gömlu geiblurnar í réttingu. Ekki seinna vænna þegar maður er kominn þetta á sextugsaldurinn. Sem sagt framundan víraflækja í munnsan, tannleysi og úrdráttur og niðursetning á tönnum sem vantar. Margra ára prósess í aðsigi, byrjar strax eftir fermingu Petru, fjárútlát og meiri fjárútlát. Já, það kostar að vera með skakkar tennur að ég tali nú ekki um þegar vantar nokkur stykki líka.
Keypti loksins pappír í dagatöl sem ég ætlaði nú að sleppa að gera þetta árið, en hefur fengið kvartanir úr öllum áttum og verð því að drífa í því. Gömlu settunum finnst gott að hafa alla afmælisdaga fjölskyldumeðlima á einum stað svo enginn gleymist nú. Vissi ekki að þetta myndi vekja svona mikla lukku.
Litla ömmusnúllan mín komin heim frá hinni ömmunni og sefur núna vært sínum síðdegisblundi ásamt mömmunni sem er líka eitthvað þreytt.
Er sammála vésunni að betra jólatré en léttjólatréð hefur ekki komið hér inn á heimilið. Það fékk nú samt að fjúka út daginn fyrir þrettándann þegar ég fékk tiltektaræði og ruslaði öllu jólaskrauti niður í kassa aftur og henti fullt af því sem ég nota aldrei, meira en Ingibjörg gerði. En herbergi krakkanna þarfnast yfirferðar, þarf að fara í gegnum fötin þeirra, koma því sem þau er vaxin upp úr annað hvort til USA eða í Sorpu og er alvarlega að hugsa um að láta Tristan og Katrínu skipta um herbergi. Herbergið hjá Katrínu er allt of lítið fyrir hana og hún þarf að fá annað rúm sem hægt er að stafla undir meiru af drasli en kemst fyrir undir rúminu hennar núna. Tristans herbergi er víst aðeins breiðara. Verð allavega að gera eitthvað til að búa til meira pláss fyrir hana.
En nóg af bloggi í bili, yfir og út...
Keypti loksins pappír í dagatöl sem ég ætlaði nú að sleppa að gera þetta árið, en hefur fengið kvartanir úr öllum áttum og verð því að drífa í því. Gömlu settunum finnst gott að hafa alla afmælisdaga fjölskyldumeðlima á einum stað svo enginn gleymist nú. Vissi ekki að þetta myndi vekja svona mikla lukku.
Litla ömmusnúllan mín komin heim frá hinni ömmunni og sefur núna vært sínum síðdegisblundi ásamt mömmunni sem er líka eitthvað þreytt.
Er sammála vésunni að betra jólatré en léttjólatréð hefur ekki komið hér inn á heimilið. Það fékk nú samt að fjúka út daginn fyrir þrettándann þegar ég fékk tiltektaræði og ruslaði öllu jólaskrauti niður í kassa aftur og henti fullt af því sem ég nota aldrei, meira en Ingibjörg gerði. En herbergi krakkanna þarfnast yfirferðar, þarf að fara í gegnum fötin þeirra, koma því sem þau er vaxin upp úr annað hvort til USA eða í Sorpu og er alvarlega að hugsa um að láta Tristan og Katrínu skipta um herbergi. Herbergið hjá Katrínu er allt of lítið fyrir hana og hún þarf að fá annað rúm sem hægt er að stafla undir meiru af drasli en kemst fyrir undir rúminu hennar núna. Tristans herbergi er víst aðeins breiðara. Verð allavega að gera eitthvað til að búa til meira pláss fyrir hana.
En nóg af bloggi í bili, yfir og út...
Comments:
Skrifa ummæli