sunnudagur, janúar 09, 2005
Svei mér ef geðillska mín náði ekki hámarki í gær. Held ég verði að fara að gera eitthvað róttækt í þessu, fara á prótsakk eða eitthvað annað geðvonskudeifandi. Það fara allir og allt í taugarnar á mér og þó mest af öllu ég sjálf sem er ekki húsum hæfandi hvað þá meir. Verð að fara að taka mig saman í andlitinu og meika daginn betur án þess að það bitni á fjölskyldunni meira en orðið er. Hef reynt að sofa úr mér mestu frekjuna síðasta sólarhringinn og vona að ég verði eitthvað skárri eftir það.
Og svo sé ég á bloggi Ingibjargar að Védís er farin að blogga. Algörlega frábært. Vésan er nú með skemmtilegri pennum. Þá hefur maður eitthvað til að hlakka til ef aðgerðaleysið er algjört. Þá er svo hressandi að lesa annarra blogg og leggja nokkra kapla bara svona til að drepa tímann.
Að öðru leyti áætla ég að taka daginn snemma, finna á netinu uppskrift að pikkluðum sítrónum og druslast svo til að taka mig saman í andlitinu og vera almennileg við mína nánustu og elda kannski góðan mat og ná mér upp úr þessu sleni og leiðindum...
Og svo sé ég á bloggi Ingibjargar að Védís er farin að blogga. Algörlega frábært. Vésan er nú með skemmtilegri pennum. Þá hefur maður eitthvað til að hlakka til ef aðgerðaleysið er algjört. Þá er svo hressandi að lesa annarra blogg og leggja nokkra kapla bara svona til að drepa tímann.
Að öðru leyti áætla ég að taka daginn snemma, finna á netinu uppskrift að pikkluðum sítrónum og druslast svo til að taka mig saman í andlitinu og vera almennileg við mína nánustu og elda kannski góðan mat og ná mér upp úr þessu sleni og leiðindum...
Comments:
Skrifa ummæli