sunnudagur, febrúar 27, 2005
Ekki gekk það nú vel að leita að fermingarfötum á Rúskuna. Allir kjólar algjört hýjalín, hlýralausir og berir. Ekki alveg að ganga upp. Svo nú á að storma með ömmuna í Kringluna að skoða þá kjóla sem í boði eru og sjá hvort hún getur ekki hrist fram úr erminni eitthvað sem hægt er að klæðast án þess að það hrynji niður um fermingarstúlkuna. Rúskan efast um að amman geti saumað en mamman nokkuð sannfærð um að ef einhver getur það þá er það amman. Betri saumakona finnst ekki á Fróni og þó lengra væri leitað. Lagði til að stúlkan klæddist fermingarkjól mömmunnar sem er algjörlega í tísku en eitthvað efast hún. Finnst hann fullstuttur í annan endann. Reyndar stóð mamman ekki út úr hnefa þegar hún fermdist, náði ekki einum og hálfum og fermingarbarnið löngu vaxið yfir þá hæð eða oxið eins og Bubbi sagði hér um daginn.
Var að koma af Strengsskralli í Glersölum, tapaz í matinn og skorið við nögl. Diskóið frekar leiðinlegt en ágætis samkoma samt. Ætla hér með að stefna á að draga spúsa minn í dansskóla, læra fyrst frumsporin og svo förum við tvö í tangó þegar fótafimin verður skárri. Ekki það að ég kunni ekki frumsporin því þau lærði ég sem barn hjá Heiðari og allt sem ég lærði sem barn kann ég enn. Hef engu gleymt sem ég lærði þá þó ég gleymi öllu sem ég lærði í gær.
Og núna...sleep, ohh...sleep....
Var að koma af Strengsskralli í Glersölum, tapaz í matinn og skorið við nögl. Diskóið frekar leiðinlegt en ágætis samkoma samt. Ætla hér með að stefna á að draga spúsa minn í dansskóla, læra fyrst frumsporin og svo förum við tvö í tangó þegar fótafimin verður skárri. Ekki það að ég kunni ekki frumsporin því þau lærði ég sem barn hjá Heiðari og allt sem ég lærði sem barn kann ég enn. Hef engu gleymt sem ég lærði þá þó ég gleymi öllu sem ég lærði í gær.
Og núna...sleep, ohh...sleep....
Comments:
Skrifa ummæli