<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, febrúar 21, 2005

Ég er ekki alveg í lagi að vera ekki löngu sofnuð en ég er bara eitthvað svo hátt uppi eftir daginn í dag. Vaknaði frekar snemma til að setja á kökur fyrir skírnarveisluna. Fékk rós frá mínum ektamanni í tilefni dagsins og svo var öllum smalað í bílinn og farið í messu þar sem litla ömmu snúllan mín varð skírð. Og þau komi okkur eðalömmunum skemmtilega á óvart þegar stúlkan var ekki bara látin heita Rakel heldur RAKEL SILJA. Ég var nú reyndar búin að ýja að þessu nafni þar sem ég er nú Silla og hin amma er Lilja. Ég held að okkur hafi eiginlega báðum bruðgið þegar við heyrðum nafnið hennar en auðvitað algjörlega í skýjunum yfir að fá svona sæta nöfnu. Skírnarveislan tókst dæmalaust vel þó allt of mikið af fólki hafi verið í húsinu um 35 manns. Og sú stutta fékk fullt af fallegum gjöfum frá öllum öfunum og ömmunum. Skemmtilegur dagur sem sagt og ég næ mér engan veginn í háttinn. En þó seint fari sumir fara þeir þó...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter