föstudagur, febrúar 04, 2005
Hvurs lags, hvurs lags er þetta. Er virkilega allar "miðaldra" konur komnar með einkaþjálfara??? Það er greinilega algjörlega inn að vera með einn slíkan. Verð hreinlega að fara að drífa í þessu svo maður fylgi straumnum. Þetta fer kannski að vera svona eins og um árið rétt eftir að SÁÁ varð til að ef einhver sem maður hitti úti á lífinu þóttist kannast við mann var spurningin yfirleitt sú: "Varstu kannski með mér í meðferð, ha?" Nú ferð þetta að vera "Erum við kannski með sama einkaþjálfarann, ha??" Þarf líka að fara að drífa mig í eldfjallameðferðina sem nokkrar léttur gáfu mér í afmælisgjöf. Bara að finna góðan dag svo þær komist svo með með í pottinn á eftir.
Finn á heilsunni að ég þarf að fara oftar til hennar Jónu minnar. Það allavega gerir mér ekkert nema gott.
Og svo er ég allt í einu orðin tvístígandi um hvort ég eigi að mála arininn þó ég hafi keypt málninguna í gær. Veit samt að það yrði allt annað líf að hafa hann hvítan greyið, en mun trúlega koma til með að sakna geimverunnar sem hann prýðir í formi steingervinga. Hef eytt deginum í það að þurrka hér af enda er algjört gluggaveður úti og þá skín blessuð sólin á allt helv...rykið sem hér hefur safnast upp á ótrúlega skömmum tíma, fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Er að passa ömmustelpuna mína en hún sefur úti þessa stundina. Og eins og öll mín börn sefur hún eins og engill. Móðirin í heimsókn hjá vinkonu, ætlaði að taka hana með en amman vildi ekki valda rúmruski hjá litlu sætu dúllunni.
Well..besta að halda áfram að losa sig við rykið...og um leið spikið...
Finn á heilsunni að ég þarf að fara oftar til hennar Jónu minnar. Það allavega gerir mér ekkert nema gott.
Og svo er ég allt í einu orðin tvístígandi um hvort ég eigi að mála arininn þó ég hafi keypt málninguna í gær. Veit samt að það yrði allt annað líf að hafa hann hvítan greyið, en mun trúlega koma til með að sakna geimverunnar sem hann prýðir í formi steingervinga. Hef eytt deginum í það að þurrka hér af enda er algjört gluggaveður úti og þá skín blessuð sólin á allt helv...rykið sem hér hefur safnast upp á ótrúlega skömmum tíma, fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Er að passa ömmustelpuna mína en hún sefur úti þessa stundina. Og eins og öll mín börn sefur hún eins og engill. Móðirin í heimsókn hjá vinkonu, ætlaði að taka hana með en amman vildi ekki valda rúmruski hjá litlu sætu dúllunni.
Well..besta að halda áfram að losa sig við rykið...og um leið spikið...
Comments:
Skrifa ummæli