<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Nú er nóg komið af testum í bili a.m.k. Man ekki hvort ég var búin að minnast á það að ég lakkaði útihurðina að innan um helgina, algjörlega allt annað líf. Líf mitt er að breytast úr bláu í grátt svo bráðum verður húsið bara grár hversdagsleikinn uppmálaður. Er á leiðinni að mála hér allt milli himins og jarðar, er enn tvístígandi með arininn en er samt nokkuð viss um að hann verður málaður fyrr en síðar.
Er öll að koma til eftir meðferðirnar hjá Jónu. Skil samt ekki enn að ég skuli sofa út í eitt hjá henni. Ekki haldið að það væri minn stíll að slappa svona algjörlega af einhvers staðar út í bæ. En það er eitthvað sem gerist þarna á bekknum og ég fell bara í eitthvað ódáinsminni og langar eiginlega ekkert að vakna aftur. Og heimilisfólk hér telur sig finna breytingar á múmmsunni sem hefur frá miðjum nóvember verið algjört pain in the arse. Og svo reyni ég að sulla í mig ósköpunum öllum af vatni og blómadropum. Svo næsta skref hlýtur að vera einkaþjálfari að hætti Jóhönnu og annarra "miðaldra" kvenna.
En nú kallar sturtan svo maður mæti ekki illa lyktandi á kóræfingar dagsins...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter