fimmtudagur, febrúar 03, 2005
Var vakin hér í morgun af B-konunni Gunnhildi sem var að koma úr leik í Spaugstofunni. Hún kom nú eiginlega reyndar meira til að heimsækja mína frábæru kaffivél en eitthvað var kaffið hennar þunnt og engar baunirnar til. Svo eftir kjaft og blaður og miklar reykingar keyrði ég hana heim tók strikið í Íkea að skila skóstandi sem hvergi komst fyrir í mínum núna ofurskipulögðu skápum. Svo í málningarkaup í HörpuSjöfn og svo í Te og kaffi að kaupa baunirnar sem vantaði sárlega í morgun. Tristan búin að hringja í mig milljón sinnum til að komast í Leikbæ að kaupa búning fyrir öskudaginn svo ég heim aftur að sækja hann. Er algjörlega á móti þessari assk...búningamenningu sem búið er að koma á á öskudaginn. Er enn svo gamaldags að ég vil bara öskupoka og næsheit en það er löngu liðin tíð og nú vita börn ekki hvað öskupokar eru. Ótrúlega að þurfa að taka þennan ósið upp af norðlenskum lofthænum og troða hér upp á öll heimili á stórkópavogssvæðinu. En tímarnir breytast víst og við mennirnir þurfum víst að bíta í það súra og fylgja þeim eftir.
Er á leið á raddæfingu léttanna á eftir og svo í mátun hjá Rögnu Fróða. Þyrfti tilfinnanlega að taka hér til og líka að búa til karrýsósuna fyrir fiskibollurnar og kannski dríf ég það af fyrir "myrkrið og morðin" hjá Léttum.
Ekkert merkilegt í dagblöðum dagsins nema helst að talið berist að samfylkingunni og væntanlegu formannskjöri. Flestir á því sem spurðir eru að Solla vinni slaginn. Ekki það að Össur sé í neinu uppáhaldi hjá mér eða nokkur annar samfylkingarmeðlimur en svei mér ef ég fer ekki að biðja fyrir því að hann haldi bara áfram. Er orðin verulega þreytt á "frekjunni" í Ingibjörgu Sólrúnu. Hún hefur svo sannarlega fengið nóg af þeim genum og ætti kannski að drífa sig í Framsókn þar sem ég mundi halda að hún fengi verðuga samkeppni við öll þau frekjugen sem þar eru (allavega miðað við skoðun vésunnar). Reynar er mér algjörlega sama um hvað þetta lið í samfylkingunni er að gera, hef aldrei og mun aldrei styðja svona rokkara...þ.e. sem eru sífellt að rokka á milli flokka og virðast ekki geta ákveðið sig hvort þau eru vinstra eða hægra megin við miðjuna, femínistar eða what ever...
Er á leið á raddæfingu léttanna á eftir og svo í mátun hjá Rögnu Fróða. Þyrfti tilfinnanlega að taka hér til og líka að búa til karrýsósuna fyrir fiskibollurnar og kannski dríf ég það af fyrir "myrkrið og morðin" hjá Léttum.
Ekkert merkilegt í dagblöðum dagsins nema helst að talið berist að samfylkingunni og væntanlegu formannskjöri. Flestir á því sem spurðir eru að Solla vinni slaginn. Ekki það að Össur sé í neinu uppáhaldi hjá mér eða nokkur annar samfylkingarmeðlimur en svei mér ef ég fer ekki að biðja fyrir því að hann haldi bara áfram. Er orðin verulega þreytt á "frekjunni" í Ingibjörgu Sólrúnu. Hún hefur svo sannarlega fengið nóg af þeim genum og ætti kannski að drífa sig í Framsókn þar sem ég mundi halda að hún fengi verðuga samkeppni við öll þau frekjugen sem þar eru (allavega miðað við skoðun vésunnar). Reynar er mér algjörlega sama um hvað þetta lið í samfylkingunni er að gera, hef aldrei og mun aldrei styðja svona rokkara...þ.e. sem eru sífellt að rokka á milli flokka og virðast ekki geta ákveðið sig hvort þau eru vinstra eða hægra megin við miðjuna, femínistar eða what ever...
Comments:
Skrifa ummæli