<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 04, 2005

Dagurinn í dag og gær hafa farið í að redda ýmsu fyrir fermingu Petru. Pantaði servíettur með fjólubláum baldursbrám sem ég fann í Blómavali. Bara snilld að finna þær. Og mamma farin að fullt að undirbúa kjólinn, keypti efni í hann í dag og náði í kertið og gestabókina og sálmabókina til nunnanna í Hafnarfirði. Og Rúskan yfir sig hamingjusöm með útkomuna og mammsan líka. Einstaklega smekklegt og fallegt. Og ótrúlegt en satt þá fundum við hvít stígvél við kjólinn nánast eins og stúlkan hafði séð fyrir sér. Fór reyndar með hana til að skoða blágræn rúskinnsstígvél og hún var sátt við þau en þegar ég ætlaði að fara að borga skóna rak ég augun í hvít stígvél svoldið svona í indíánastíl og þau voru akkúrat það sem við vorum að leita að. Hefði nú samt gjarnan viljað kaupa þau bæði en þau hvítu voru keypt og þá er það frá líka. Nú er bara jakkinn eftir og held að hann sé nánast í höfn. Það fer bara að verða spennandi að halda þessa fermingu þegar undirbúningurinn gengur svona vel. Verð svo að leggjast í að gera boðskortin um helgina svo hægt sé að senda þú út eftir helgi. Má ekki seinna vera. Og svo að hringja í Spessa og athuga hvort hann getur tekið myndir af skvísunni. Búið að panta prufugreiðslu og greiðslu á fermingardaginn og Ragnhildur bókuð til landins í matinn.
Og svo fór ég og kíkti á litlu frænku mína í dag sem fékk loksins að koma heim til sín í gær. Aldrei haldið á svona litlu barni á ævinni en hún er algjörlega sætust. Hún hélt vöku fyrir foreldrum sínum fyrstu nóttina heima og þau voru nokkuð viss um að hún væri bara myrkfælin og ekki vön allri þessari þögn, enda búin að vera í þrjár vikur á Lansanum þar sem aldrei eru slökkt ljósin og alltaf einhver umgangur. Gengur vonandi betur í nótt. Stundum tekur smátíma að koma reglu á þessi litlu ljós...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter