miðvikudagur, mars 09, 2005
Ég er búin að mála arininn. Og þvílíkur munur. Hefði átt að gera þetta fyrir löngu síðan og ekki átt að hlusta á mótbárur eiginmannsins. Held ég láti þetta duga fyrir fermingu og mála svo hurðirnar í betra tómi. En ég mæli ekki með því að ráðast í svona málningarvinnu. Hélt í gærkvöldi að ég mundi sálast þegar ég var að mála undir arninum. Jís hvað það var erfitt og axlirnar á mér voru ekki alveg að þola þetta en sem sagt búin.
Ekkert hefur enn heyrst í bændum og á ég ekki von á því að heyra frá þeim ever. Finnst svona framkoma algjörlega út í hött en hvað getur maður gert. Hef unnið hjá þeim sem verktaki í 6 ár og maður fær ekki einu sinni eitt símtal og skíttu á þig. Þetta þættu ekki góðir mannasiðir á mínum bæ.
Hef reyndar nóg að gera framundan í vefsíðumálum og öðru. Þarf að fara að drífa mig í að starta heimasíðu fyrir Joco og koma Jónu á meiri rekspöl.
Þarf að druslast með Rúskunni og finna á hana jakka. Mamma að skríða saman eftir heiftarlegt kvef og hún fer að byrja á kjólnum.
Annars ekkert að plaga mig...
Ekkert hefur enn heyrst í bændum og á ég ekki von á því að heyra frá þeim ever. Finnst svona framkoma algjörlega út í hött en hvað getur maður gert. Hef unnið hjá þeim sem verktaki í 6 ár og maður fær ekki einu sinni eitt símtal og skíttu á þig. Þetta þættu ekki góðir mannasiðir á mínum bæ.
Hef reyndar nóg að gera framundan í vefsíðumálum og öðru. Þarf að fara að drífa mig í að starta heimasíðu fyrir Joco og koma Jónu á meiri rekspöl.
Þarf að druslast með Rúskunni og finna á hana jakka. Mamma að skríða saman eftir heiftarlegt kvef og hún fer að byrja á kjólnum.
Annars ekkert að plaga mig...
Comments:
Skrifa ummæli