fimmtudagur, mars 31, 2005
Ég er eins og þeytispjald út um allar trissur þessa dagana. Fermingin að hellast yfir og það þarf að redda þessu og redda hinu. Fór í gær og keypti skyrtu og bindi á bóndann. Hann á enga spariskyrtu sem er nógu fín fyrir árshátíð Léttana og eitt bindi á hann í fórum sínum sem hann keypti trúlega með Armani jakkafötunum sem hann er búin að eiga í ein þrjátíu ár. Hann keypti sér sín önnur jakkaföt í USA í haust svo nú hefur heldur betur vænkast hagur sveinka, á orðið til skiptanna. Ég auðvitað fór í dýrustu búðina í Kringlunni Hugo Boss og verslaði handa honum. Verður að vera gott og vandað ef það á að endast í þrjátíu ár.
Og svo eins og það hafi ekki verið nóg að kaupa rándýrar flíkur á bóndann keypti ég mér rándýran kjól fyrir árshátíð Léttanna. Algjör glamorgellukjóll sem hver einasta stórstjarna gæti mætt á á óskarinn. Fékk nú reyndar einhvera bakþanka í gærkvöldi og var næstum komin á það að skila kjólnum góða. Soldið erfitt að sitja í honum en hvað gerir maður ekki til að líta sómasamlega út á þessari árshátíð ársins. Svo get ég notað hann við fleiri tækifæri á árinu og svo auðvitað þegar við mætum allar 110 á Edduna að ári. Og Rúskan mín getur ekki beðið eftir að geta farið í svona flottan kjól. Spurði mömmsuna hversu gömul hún hefði verið þegar hún fékk svona kjól í fyrsta skipti. Þannig að þessi kjóll kemur til með að ganga í erfðir eins og kjólarnir hennar mömmu. Það hljóp sko heldur betur á snærið hjá mér þegar ég komst í alla kjólana hennar sem hún hefur saumað í gegnum tíðina.
Snúllinn minn er svoldið afbrýðisamur út í systur sína þessa dagana. Finnst allt of mikið stjanað í kringum hana fyrir þessa fermingu. Í gær fékk hún rúmið sem pabbi og mamma gefa henni í fermingargjöf og fermingarkjólinn tilbúinn. Daman alsæl og algjörlega í skýjunum yfir þessu öllu saman. Trínan lætur sér fátt um finnast enda nýbúið að gera herbergið hennar lífvænna, þó hún hafi lúmskan grun um að einhver eða einhverjir fari inn í herbergið hennar reglulega og rusli til. Trínan er sú allatasta sem ég þekki í tiltekt og slær meira að segja Dundý út í þeim efnum og var hún nú ekki tiltektaróð.
En nú fara baunverjar að hellast til landsins. Birna systir og Heimir koma í dag og Rankan og Peter á laugardaginn. Og um leið og Ragnhildur kemur leggjumst við í fermingarundirbúninginn á fullu. Er búin að kaupa dúk á borðið og ætla að sjá hvort borðskrautið sem komið er hús verði nóg að mati Rúskunnar.
Og shit...ég svaf yfir mig, ætlaði til hennar Jónu minnar kl. hálf ellefu. Úff mér hefði sko ekki veitt af því að komast til hennar. Fullbókuð helgin og ég þarf að skottast aðeins meira út um borg og bý...
Og svo eins og það hafi ekki verið nóg að kaupa rándýrar flíkur á bóndann keypti ég mér rándýran kjól fyrir árshátíð Léttanna. Algjör glamorgellukjóll sem hver einasta stórstjarna gæti mætt á á óskarinn. Fékk nú reyndar einhvera bakþanka í gærkvöldi og var næstum komin á það að skila kjólnum góða. Soldið erfitt að sitja í honum en hvað gerir maður ekki til að líta sómasamlega út á þessari árshátíð ársins. Svo get ég notað hann við fleiri tækifæri á árinu og svo auðvitað þegar við mætum allar 110 á Edduna að ári. Og Rúskan mín getur ekki beðið eftir að geta farið í svona flottan kjól. Spurði mömmsuna hversu gömul hún hefði verið þegar hún fékk svona kjól í fyrsta skipti. Þannig að þessi kjóll kemur til með að ganga í erfðir eins og kjólarnir hennar mömmu. Það hljóp sko heldur betur á snærið hjá mér þegar ég komst í alla kjólana hennar sem hún hefur saumað í gegnum tíðina.
Snúllinn minn er svoldið afbrýðisamur út í systur sína þessa dagana. Finnst allt of mikið stjanað í kringum hana fyrir þessa fermingu. Í gær fékk hún rúmið sem pabbi og mamma gefa henni í fermingargjöf og fermingarkjólinn tilbúinn. Daman alsæl og algjörlega í skýjunum yfir þessu öllu saman. Trínan lætur sér fátt um finnast enda nýbúið að gera herbergið hennar lífvænna, þó hún hafi lúmskan grun um að einhver eða einhverjir fari inn í herbergið hennar reglulega og rusli til. Trínan er sú allatasta sem ég þekki í tiltekt og slær meira að segja Dundý út í þeim efnum og var hún nú ekki tiltektaróð.
En nú fara baunverjar að hellast til landsins. Birna systir og Heimir koma í dag og Rankan og Peter á laugardaginn. Og um leið og Ragnhildur kemur leggjumst við í fermingarundirbúninginn á fullu. Er búin að kaupa dúk á borðið og ætla að sjá hvort borðskrautið sem komið er hús verði nóg að mati Rúskunnar.
Og shit...ég svaf yfir mig, ætlaði til hennar Jónu minnar kl. hálf ellefu. Úff mér hefði sko ekki veitt af því að komast til hennar. Fullbókuð helgin og ég þarf að skottast aðeins meira út um borg og bý...
Comments:
Skrifa ummæli