mánudagur, mars 07, 2005
Herbergið hjá Katrínu loksins orðið eins og það á að vera án þess að búið sé að mála. Keypt ljóst í öll barnaherbergin og nýtt ljós í holið og John búin að skutla þessu öllu saman upp. Kláraði svo líka boðskortin fyrir fermingu Petru og þau eru tilbúin í póst. Vel af sér vikið að vera búin að því. Og Youncinn minn grillaði í fyrsta skipti á þessu ári, lærissneiðar og tómata og ég borðaði yfir mig. Ef svo heldur horfið verð ég búin að fá leið á grillmat í apríl. Sé loksins til botns í óhreinatauskörfunni en sú á baðinu orðin full aftur svo ég var ekki lengi í þeirri paradís. Annars ekkert merkilegt að gerast í mínu lífi frekar en fyrri daginn og ég er nokkuð viss um að Einar Kárason mun aldrei skrifa bók um mig. Ég er ein af þessum gráu hversdagsmanneskjum sem er eins og allur hinn gráskalinn. Fell vel inn í gráu veggina hér. Ætla samt á morgun að drífa mig í að mála arininn allavega er það á planinu. Og bókin um mig verður: Og mánudaginn þann málaði hún arininn en gerði ekkert annað af viti þann daginn. Næsta dag málaði hún barnaherbergið o.s.frv. Boring!!!
Ætlaði að kíkja í morgunkaffi hjá Gunnhildi Olgu en vaknaði nánast of seint þar sem ég fór óheyrilega seint að sofa. Límdist yfir einhverri væminni mynd á Hallmark og hún var ekki nægilega leiðinleg til að ég sofnaði yfir henni.
Litla ömmustúlkan mín komin með kvef. Hún er algjörlega krúttlegust af öllum...
Og á morgun eftir arinmálningu kannski í jakkafrakkaleiðangur með Petruna og hringja í mömmu og sjá hvort hún er eitthvað komin af stað með kjólinn á skvísuna. Pabbinn á heimilinu skilur ekki allt þetta fuss, jaml og fuður út af einni fermingu og Tristan er nokkuð viss um að Jesú sé sögupersóna og hafi aldrei verið til. Segist trúa á Herkúles og er alveg sama þó hann fermist ekki.
Búin að tala við Spessa um að mynda fermingarstúlkuna og þá er þetta allt að smella...
Ætlaði að kíkja í morgunkaffi hjá Gunnhildi Olgu en vaknaði nánast of seint þar sem ég fór óheyrilega seint að sofa. Límdist yfir einhverri væminni mynd á Hallmark og hún var ekki nægilega leiðinleg til að ég sofnaði yfir henni.
Litla ömmustúlkan mín komin með kvef. Hún er algjörlega krúttlegust af öllum...
Og á morgun eftir arinmálningu kannski í jakkafrakkaleiðangur með Petruna og hringja í mömmu og sjá hvort hún er eitthvað komin af stað með kjólinn á skvísuna. Pabbinn á heimilinu skilur ekki allt þetta fuss, jaml og fuður út af einni fermingu og Tristan er nokkuð viss um að Jesú sé sögupersóna og hafi aldrei verið til. Segist trúa á Herkúles og er alveg sama þó hann fermist ekki.
Búin að tala við Spessa um að mynda fermingarstúlkuna og þá er þetta allt að smella...
Comments:
Skrifa ummæli