sunnudagur, mars 27, 2005
Löngu komin tími á blogg. Þegar ég málaði arininn ætlaði ég sko ekki að mála meira hér fyrir fermingu en fermingarbarnið fær rúm í fermingargjöf frá ömmu og afa í Hafnarfirði og hún vildi að ég drifi í að mála herbergið hennar fyrir nýja rúmið. Og mammsan lætur auðvitað til leiðast og er bara búin og herbergið voða sætt með hálfum vegg túrkisbláum. Daman yfir sig hamingjusöm með nýmálað herbergið. Rakel ömmustelpa verður hjá pabba sínum alla næstu viku. Er þegar farin að sakna þeirrar stuttu sem er algjör gullmoli og eftirlæti ömmunnar.
Hrund komin með kærustu og er held ég bara ástfangin og það er bara af hinu góða. Vona að pabbi hennar fari að gera eitthvað í íbúðamálum fyrir hana. Löngu kominn tími til að hún flytji að heiman og sjái um sig sjálf. Hún má alveg skilja Rakel Silju eftir hjá ömmu.
Mikil eggjaleit fór fram hér í dag í tilefni dagsins og eins og alltaf fann Petra flest þeirra. Og á heimilinu er allt of mikið af súkkulaði og nammi en það stoppar trúlega stutt þar sem hér eru miklir afreksmenn í súkkulaðiáti.
Er að vona að það sé opið í Sorpu á morgun. Þarf að losa mig við helling af drasli. Húsið er hætt að rúma allt þetta dótarí sem maður safnar að sér í gegnum árin.
Og það virðist vera að ganga að ríka og fræga fólkið skilji. Mikið er ég fegin að vera hvorki rík né fræg...
Hrund komin með kærustu og er held ég bara ástfangin og það er bara af hinu góða. Vona að pabbi hennar fari að gera eitthvað í íbúðamálum fyrir hana. Löngu kominn tími til að hún flytji að heiman og sjái um sig sjálf. Hún má alveg skilja Rakel Silju eftir hjá ömmu.
Mikil eggjaleit fór fram hér í dag í tilefni dagsins og eins og alltaf fann Petra flest þeirra. Og á heimilinu er allt of mikið af súkkulaði og nammi en það stoppar trúlega stutt þar sem hér eru miklir afreksmenn í súkkulaðiáti.
Er að vona að það sé opið í Sorpu á morgun. Þarf að losa mig við helling af drasli. Húsið er hætt að rúma allt þetta dótarí sem maður safnar að sér í gegnum árin.
Og það virðist vera að ganga að ríka og fræga fólkið skilji. Mikið er ég fegin að vera hvorki rík né fræg...
Comments:
Skrifa ummæli