<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 30, 2005

Það sem okkur Íslendingum dettur í hug er algjörlega ótrúlegt. Einu sinni fór fram landssöfnun til að kaupa uppstoppaðan geirfugl á milljón eða eitthvað og auðvitað náðist að kaupa þennan fuglsanga sem nú er þjóðareign þó ekki viti ég hvar hann er niðurkominn greyið. Við höldum að þetta sker hér út á ballarhafi sé nafli alheimsins og í kalda stríðinu vorum við alveg viss um að rússar vildu endilega komast yfir þetta sker okkar. Vorum voða glöð yfir því að kanarnir hefðu orðið á undan þeim og sest hér að á miðnesinu. Héldum líka að þar vildu þeir vera um alla eilífð. En Bush hefur engan áhuga á því og vill miklu frekar vera að skrattast í miðausturlöndum þar sem fjörið er. Og nú höfum við ættleitt gamlan skákmann af því hann var einu sinni frægur og við erum svo góð í okkur að halda alltaf með minni máttar og reyna að hjálpa. Og hver verður ekki glaður þegar hann fær að búa hér...ég meina Íslandi allt og allt er best sem íslenskt er. Er ekki ráð að ættleiða bin Laden líka. Hann á hvergi höfði sínu að halla fyrir Bush og könunum sem eiga ekki lengur upp á pallborðið hjá okkur nú þegar ljóst er að þeir vilja fara með þoturnar sínar tvær heim og nenna ekki að borga lengur fyrir eitthvað sem kemur þeim ekki að neinum notum í þessu írakstríði. Já, ekki er öll vitleysan eins í þessum heimi. Þjóðin sem sagt á nú bæði geirfugl og Fisher og að sjálfsögðu líður okkur betur með það...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter