föstudagur, mars 18, 2005
Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna konur fara í kór. Hvort þessar konur eru einhverjar sérstakar týpur og hvað eiginlega veldur því að þær velja það að fara í kór. Og ekki bara að velja sér það heldur eru í sama kórnum í heil tíu ár samfleytt. Er það sönggræðgin sem rekur þær áfram. Það getur ekki verið ástæðan í upphafi. Ég t.d. ákvað að sigla með henni frænku minni inn í Léttsveitina. Taldi eiginlega að stýrði góðri lukku að fara með henni því við komumst einmitt inn í Öldutúnsskólakórinn þegar við vorum raddprófaðar saman. Og þannig fór líka með Léttsveitina. Með frænkuna mér við hlið voru mér allir vegir færir og við fengum báðar inngöngu í þennan kór sem var verið að stofna út úr Kvennakórnum. Ég var nú ekkert alveg með það á hreinu að ég gæti sungið. Hafði reyndar sungið í fyrrnefndum öldutúnsskólakór og barnakirkjukór. Fannst ég nú aldrei neitt spes í skólakórnum, söng alltaf millirödd og gat engan veginn náð þessu háa séi sem var talið afskaplega eftirsóknarvert. Í kirkjukórnum aftur á móti skipti nú ekki svo miklu máli hvort maður gat sungið. Minnist helst þaðan að hafa lært vel og vandlega ó þá náð að eiga Jesú og aðalkeppikeflið var að syngja hærra en Magga Pálma svo Leibbi heyrði vel í mér, en við vorum víst báðar eitthvað skotnar í honum. Og eftir þessa kóra ber hæst að hafa yfirgnæft 30 stelpur í rútu í einhverju keðjuskátalagi...En við reisum tjöld...þegar kemur kvöld..inn í fögrum dal..inn í fjallasal..og svo videre.
En að ég gæti sungið í almennilegum kvennakór var eiginlega fjarlægur draumur. Ekki les ég nótur og eftir fyrstu æfingu með Léttsveitinni var ég nú svoldið á báðum áttum hvort ég gæti þetta. Hafði ábyggilega mikla tendensa til að vaða beint í laglínuna áttund undir því enn á ég í erfiðleikum með háa séið. Hef reyndar meiri löngun í dag að komast niður á djúpa déið sem er víst ekki á færi margra kvenna. Veit reyndar ekki enn hvernig sjá tónn hljómar en það er aldrei að vita nema hún Alla okkar útsetji einhvern tímann fyrir okkur aðra altana, svona einhvers staðar á mörkum hins ógerlega.
En svo ég haldi áfram að spá í af hverju konur fara í kór og endast endalaust í því að syngja á hverjum þriðjudegi allan veturinn út þá eiginlega kemst ég ekki að neinni niðurstöðu. Í Léttsveitinni er allskonar konur, reyndar að meirihluta til leikskólakennarar og hjúkkur, en inn á milli slæðast konur úr öðrum stéttum og allar erum við haldnar einhverri óskiljanlegri löngun til að syngja. Og ekki bara til að syngja heldur líka til að spjalla og bara hittast og vera saman. Óskiljanleg blanda af dásamlegum konum af öllum stærðum og gerðum. Og ég er bara alls ekki sammála því að konur séu konum verstar (trúlega komið úr Njálu). Það er nefnilega nokkuð ljóst að Léttsveitin léttir lífið og gerir það algjörlega ógeðslega krúttlega skemmtlegt...
En að ég gæti sungið í almennilegum kvennakór var eiginlega fjarlægur draumur. Ekki les ég nótur og eftir fyrstu æfingu með Léttsveitinni var ég nú svoldið á báðum áttum hvort ég gæti þetta. Hafði ábyggilega mikla tendensa til að vaða beint í laglínuna áttund undir því enn á ég í erfiðleikum með háa séið. Hef reyndar meiri löngun í dag að komast niður á djúpa déið sem er víst ekki á færi margra kvenna. Veit reyndar ekki enn hvernig sjá tónn hljómar en það er aldrei að vita nema hún Alla okkar útsetji einhvern tímann fyrir okkur aðra altana, svona einhvers staðar á mörkum hins ógerlega.
En svo ég haldi áfram að spá í af hverju konur fara í kór og endast endalaust í því að syngja á hverjum þriðjudegi allan veturinn út þá eiginlega kemst ég ekki að neinni niðurstöðu. Í Léttsveitinni er allskonar konur, reyndar að meirihluta til leikskólakennarar og hjúkkur, en inn á milli slæðast konur úr öðrum stéttum og allar erum við haldnar einhverri óskiljanlegri löngun til að syngja. Og ekki bara til að syngja heldur líka til að spjalla og bara hittast og vera saman. Óskiljanleg blanda af dásamlegum konum af öllum stærðum og gerðum. Og ég er bara alls ekki sammála því að konur séu konum verstar (trúlega komið úr Njálu). Það er nefnilega nokkuð ljóst að Léttsveitin léttir lífið og gerir það algjörlega ógeðslega krúttlega skemmtlegt...
Comments:
Skrifa ummæli