<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Er aðeins að skríða saman og losna við einmanaleikann sem helltist yfir mig eftir árshátíð Léttanna. Er aftur á móti ógislega spæld yfir því að fá ekki vinnuna sem ég sótti um hjá Ikea á dögunum. Skrattans ári fúl yfir því. En kannski kemur eitthvað meira spennandi á borðið síðar, þó akkúrat núna efist ég um það. Verð að fara að drífa mig úr húsi að vesla fyrir ferminguna. Bölvað vesen þegar bíllinn minn fíni tekur upp á því að bila og greyið kemst ekki á verkstæði fyrr en á föstdag. Þurftum að draga hann í gær þar sem hann stoppaði endanlega þegar spúsinn var á leið heim úr vinnunni. Drógum hann að verkstæðinu og ég þarf að koma þar við og beita töfrum mínum til að reyna að koma honum inn fyrir verkstæðisdyrnar aðeins fyrr.
En þegar svona bilanir bera að er gott að eiga góða að sem eiga aukabíla sem þeir geta misst í nokkra daga. Jánsinn nú á gamla kagganum frá systur sem bróðir á núna. Svo ég losna við að keyra hann í vinnu og ná svo í hann að vinnudegi loknum.
En núna, akkúrat núna, yfir og út...beint í bónus og nóatún að vesla....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter