mánudagur, apríl 04, 2005
Það er svo skrítið af eftir jafnfrábæra skemmtun og í gærkvöldi á árshátíð Léttanna er ég einhvern veginn svo tóm að innan. Vakna alltaf eftir svona skrall eins og eftir fyrstu nótt í útlöndum, með heimþrá. Langar bara til að kúra í rúminu mínu og hafa hávaðann af heimilisfólkinu í kringum mig. Langar ekki til að hitta nokkurn mann í marga daga á eftir.
En árshátíðin var algjörlega æðislega skemmtileg, ræðumenn kvöldsins frábærir, nýr söngur Létta hreint yndislegur, annállinn fínn og brotið úr kvikmyndinni líka þó ég voni svo sannarlega að þessi kvikmynd verði ekki bara Hanna og Stína út í eitt. Við erum jú 110 í þessum kór og allar frábærar.
Gaman að hitta vandamenn í dag í fermingu Helgu Rúnar og svo hittir maður aftur sína vini og vandamenn næsta sunnudag í fermingu Rúskunnar. Planað ættarmót systkinabarna og systkinabarnabarna í maí og svo kannski allsherjar famílygaðering hér í júlí í tilefni af aldarafmæli ömmu.
En framundan er ströng vika í fermingarundirbúningi og matseld og tiltekt og heimilisraski og vonandi tekst þetta allt saman frábærlega en það kemur í ljós í vikulok hversu skipulögð ég er...
En árshátíðin var algjörlega æðislega skemmtileg, ræðumenn kvöldsins frábærir, nýr söngur Létta hreint yndislegur, annállinn fínn og brotið úr kvikmyndinni líka þó ég voni svo sannarlega að þessi kvikmynd verði ekki bara Hanna og Stína út í eitt. Við erum jú 110 í þessum kór og allar frábærar.
Gaman að hitta vandamenn í dag í fermingu Helgu Rúnar og svo hittir maður aftur sína vini og vandamenn næsta sunnudag í fermingu Rúskunnar. Planað ættarmót systkinabarna og systkinabarnabarna í maí og svo kannski allsherjar famílygaðering hér í júlí í tilefni af aldarafmæli ömmu.
En framundan er ströng vika í fermingarundirbúningi og matseld og tiltekt og heimilisraski og vonandi tekst þetta allt saman frábærlega en það kemur í ljós í vikulok hversu skipulögð ég er...
Comments:
Skrifa ummæli