<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 08, 2005

Fermingarundirbúningur í algleymingi, kransatertunni rúllað upp í gær og bara sæmilega glæsileg. Og eins og sést er ég komin á fætur töluvert fyrir hádegi og framundan mikil tiltekt og ryksugun og skúrun og allt sem því fylgir. Og á morgun verður svo steikt og soðið út í eitt, borðið skreytt og farið yfir hvað vantar og hvað ekki. Þarf sem sagt núna að koma mér í tiltektargírinnn sem er ansi stirður og erfiður en hefst nú yfirleitt að lokum.
Hef ekki mætt á kóræfingar þessa vikuna og mér finnst heil eilífð síðan ég söng með systrum og léttum en það stendur til bóta í næstu viku þegar ferming Rúskunnar er yfirstaðin.
Reyndar eru hálfgerð vandræði hér í gangi þar sem við foreldrarnir erum ekki sammála um hvað gefa eigi barninu í fermingargjöf. Fartölva hefur aldrei verið inn í myndinni og ég vil gefa henni sjónvarp en pabbinn ekki alveg að falla fyrir því. Segir börnin öll komin með kassalaga augu af tölvu- og sjónvarpshangsi. Er einhvern þarna úti með hugmyndir að skynsamlegri fermingargjöf handa stelpurófunni???
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter