miðvikudagur, apríl 13, 2005
Jæja, þá er fermingin yfirstaðin. Heppnaðist algjörlega frábærlega í alla staði. Maturinn hjá Ragnhildi algjör snilld og allir afslappaðir og skemmtilegir í veislunni. Ég tel það góðan mælikvarða á vel heppnaða veislu þegar spúsinn nefndir það að þetta hafi bara verið hin skemmtilegasta veisla. Rúskan alsæl með allar gjafirnar enda getur hún ekki annað. Nokkuð ljóst að Ragnhildur verður pöntuð hér til landsins eftir tvö ár og svo aftur eftir fjögur. Heimilið að færast í fyrra horft eftir að hafa verið umturnað fyrir veisluna miklu.
Svo nú tekur hversdagurinn við í öllu sínu veldi. Uppfærði vef goddamanna í gær og svo þarf ég að fara að snúa mér að haukablaðinu, léttsveitarsöngskrá með Stínu, vefjum fyrir joco og jafnvægi og að gera boðskort fyrir fermingu Sigrúnar hennar Sollu. Sem sagt nóg í farvatninu á næstunni.
Ætlað að skottast eitthvað með Rönkunni í dag og skila restinni af veisluáhöldum til Rutar.
Fyrsta skref tannréttingaferlisins hafið. Er með fjórar teygjur á milli jaxla og þeir eru mig lifandi að drepa. Og svo fæ ég spangirnar næsta mánudag. Haldiði að það verði munur að vera eins og fjórtán ára unglingur með spangir komin á sextugsaldurinn...
Svo nú tekur hversdagurinn við í öllu sínu veldi. Uppfærði vef goddamanna í gær og svo þarf ég að fara að snúa mér að haukablaðinu, léttsveitarsöngskrá með Stínu, vefjum fyrir joco og jafnvægi og að gera boðskort fyrir fermingu Sigrúnar hennar Sollu. Sem sagt nóg í farvatninu á næstunni.
Ætlað að skottast eitthvað með Rönkunni í dag og skila restinni af veisluáhöldum til Rutar.
Fyrsta skref tannréttingaferlisins hafið. Er með fjórar teygjur á milli jaxla og þeir eru mig lifandi að drepa. Og svo fæ ég spangirnar næsta mánudag. Haldiði að það verði munur að vera eins og fjórtán ára unglingur með spangir komin á sextugsaldurinn...
Comments:
Skrifa ummæli