mánudagur, apríl 25, 2005
Letin er mig lifandi að drepa þessa dagana. Kem mér ekki í að gera þau verkefni sem liggja fyrir. Og svo er ég einhvern veginn ekki þurfandi fyrir fólk þessa dagana. Er reyndar að þrífa baðherbergið í augnablikinu, komin með tannburstann á loft í kringum klósettið. Var að horfa á Allt í drasli í gærkveldi og hugsaði mér til skelfingar að ég hreinsa sjaldan eða aldrei upp úr niðurföllum með heklunál og geng ekki frá þvotti jafnóðum þó ég druslist nú yfirleitt til að brjóta hann saman en balarnir fyllast af hreinum þvotti sem þarf að ganga frá. Samt ekkert allt í drasli eða þannig. En stofan er yfirleitt yfirfull af einhverjum óþarfa, sérstaklega úlpum og dótaríi frá krökkunum sem ég nenni ekki að ganga frá jafnóðum. Börnin mín ganga aldrei frá eftir sig og upp hleðst stundum sunddót eða leikfimisdót í plastpokum út um alla íbúð. Skipulag kaos hér sem sagt dag eftir dag.
Myndataka léttana tókst örugglega vel í gær og við rétt sluppum fyrir horn með rigningu. En algjörlega dæmalaust að brotist hafi verið inn í tvo bíla á meðan á myndatökunni stóð. Maður einhvern veginn býst ekki við svona löguðu um hábjartan dag í alfaraleið.
Og Anna orðin amma. Það hellist yfir okkur kerlingarnar á besta aldri að verða ömmur og það er dásamlegt...
Myndataka léttana tókst örugglega vel í gær og við rétt sluppum fyrir horn með rigningu. En algjörlega dæmalaust að brotist hafi verið inn í tvo bíla á meðan á myndatökunni stóð. Maður einhvern veginn býst ekki við svona löguðu um hábjartan dag í alfaraleið.
Og Anna orðin amma. Það hellist yfir okkur kerlingarnar á besta aldri að verða ömmur og það er dásamlegt...
Comments:
Skrifa ummæli