<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 22, 2005

Nú er sumar, gleðist gumar og auðvitað við stelpurnar líka. Er ekki alveg að fatta þetta röfl í moggamönnum með að ekki hafi frosið saman sumar og vetur. Held að það sé sumarið sem á að frjósa fast við veturinn en ekki veturinn við sumarið. Kannski er ég bara ekki alveg með á nótum í þessum efnum. En var ekki einhver dagur sem átti að eiga sér einhvern fjölda af bræðrum. Veit einhver hvaða dagur það er.
Annars er nú bara nokkuð létt yfir minni þessa dagana enda algjörlega dásamlega skemmtilegar léttsveitaræfingar þessa vikuna. Kom endurnærð á sálinni heim af kóræfingum þriðjudagsins og svo sungum við líka saman í dag sem er sannarlega góð byrjun á sumrinu. Og búið að ákveða að fara í dagsferð á Stokkseyrarbakka í maí sem er alveg brilljant skemmtilegt. Vona svo sannarlega að ég verði farin að geta borðað þ.e. tuggið matinn minn þá. Mér er ennþá algjörlega ómögulegt að bíta í nokkurn hlut og verð því bara að láta mér nægja að borða það sem mjúkt er undir tönn og ekki þarf að tyggja. En þetta er algjörlega ótrúlega óþægilegt að vera með allt þetta drasl upp í sér.
Krakkarnir hoppa enn út í eitt á trampólíninu. Mest hrædd um að þau slasi sig á öllum þessum heljarstökkum og flikflökkum. Sagði þeim að nú væri komið að mér að hoppa og ég veit ekki hvert sonur minn ætlaði. Hann er afskaplega trúgjarn og trúði því alveg að móðir hans væri nú fyrst að verða verulega skrítin. Hann sannfærði mig um að það borgaði sig ekki fyrir mig að fara út og hoppa og skoppa þar sem trampólínið væri blautt. Ég samþykkti það að reyna síðar.
Annars ekkert að gerast í mínu lífi í augnablikinu sem er frásagnarvert...ekki að það hafi stoppað mig hingað til...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter