mánudagur, apríl 18, 2005
Síðasti dagur án spanga. Er búin að vera með fjórar teygjur í munnsanum í viku og á morgun verður hann fullur af víradrasli. Fyrstu dagarnir með teygjurnar voru nú ekki skemmtilegir, langaði mest að stanga þetta bölvaða drasl úr tönnunum en það var ekki í boði. Ef eitthvað er eru spangirnar verri og trúlega verður barnatönnin mín sem enst hefur mér í fimmtíu ár dregin úr mér. Segi nú samt ekki að ég eigi eftir að sakna hennar. Hún er búin að pirra mig óumræðilega síðan tengdamamma ákvað að gefa mér tönn í afmælisgjöf. Og þess eina tönn hefur sannarlega hrint af stað undarlegri atburðarás sem nær sem sagt hámarki um hádegisbil á morgun. Úbbs...geri mér ekki alveg grein fyrir hvernig þetta verður, en tannsinn minn líkti því að fá spangir við að máta of þrönga skó og vilja fyrir hvern mun komast úr þeim en þeir sitja fastir á fætinum. En allavega veit ég það núna að það er "guðsgjöf" að vera með svona þykkar og fínar varir. Það er víst ekki öllum gefið...hummm....
En þarf að redda miðunum fyrir léttur á morgun eftir tannviðgerðir, held ég reyni nú samt að kaupa pappírinn áður en ég opna munninn á morgun...
En þarf að redda miðunum fyrir léttur á morgun eftir tannviðgerðir, held ég reyni nú samt að kaupa pappírinn áður en ég opna munninn á morgun...
Comments:
Skrifa ummæli