laugardagur, apríl 02, 2005
Skemmtilegt afmælið hennar Jónu í gær og svo er það árshátíð aldarinnar í kvöld. Þarf að straua svoldið fyrir kvöldið en nenni því ekki. Greiðsla kl. tvö og svo að skella upp nokkrum plakötum og naglalakka tásurnar og kannski líka naglaörðurnar á puttunum. Hef verið allt of dugleg við að naga þær undanfarið. Búin að stytta hlírana á glamorkjólnum mínum og er búin að æfa mig í að sitja í honum líka. Skil ekki alveg hvað veðurguðirnir eru að pæla með þessu veðri. Vita þeir ekki að í kvöld verða margar konur berfættar í skónum, berar niður á bak og bringu í sínu fínasta pússi. Eigum við að krókna eða hvað. En það er mikið lagt á sig til að vera fínn og sætur enda stendur mikið til. Jíss...hvað ég hlakka til...
Comments:
Skrifa ummæli