fimmtudagur, apríl 07, 2005
Vaknaði upp í gærmorgun með kvef og þegar líða tók á daginn fékk ég í magann. Því fylgdi alls ekki neitt bara verkur í mallanum sem hvarf nokkurn veginn eftir nokkur camparíglös hjá tengdó og Rut. Og núna hnerra ég út í eitt og vildi gjarnan liggja í mínu rúmi og ná úr mér pestinni en það er bara ekki á dagskránni. Fór með Ragnhildi í verslunarleiðangur í gær fyrir ferminguna og í dag höfum við hrist fram úr erminni appelsínu- og sítrónuís og reiðinnar býsn af rauðkáli. Á morgun leggst Ranka í bakstur á kransakökunni á meðan ég skrepp til tannsa og með alla barnahrúguna mína í Kringluna að versla. Rúskuna vantar hversdagsskó í staðinn fyrir þá sem stolið var af henni í gær, Trínan þarf spariskó og topp við pilsið sitt, Snúllinn spariskó og Dundý þarf hreinlega að dressa sig upp, hefur ekki keypt sér spariföt í mörg herrans ár og það þýðir ekkert að vera eins og drusla í fermingu systur sinnar. Barnabarnið verður hjá pabba sínum á meðan á allri þessari verslun stendur.
Föstudagurinn fer í tiltekt og uppstokkun á heimilinu og í að endasendast út um allan bæ að redda borðum og diskum og hnífapörum og glösum fyrir veisluna miklu...
Föstudagurinn fer í tiltekt og uppstokkun á heimilinu og í að endasendast út um allan bæ að redda borðum og diskum og hnífapörum og glösum fyrir veisluna miklu...
Comments:
Skrifa ummæli