<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 31, 2005

Ég er hugsa um að blogga líka annars staðar og þá ekki einu sinni undir eigin nafni. Ýmislegt sem maður lætur ekki flakka á þessu opinbera bloggi. Hér er bara talað um tiltektir og barnauppeldi og slíkt en það sem sækir á hugann er bara þar en þyrfti að komast út út mínum haus stundum. Skrifaði dagbók í mörg ár og þá aðallega ef eitthvað var að angra mig en hætti því þegar einn af mínum fyrrverandi fylgdist með öllum mínum athöfnum í gegnum dagbókina mína. Svei attan og skammastín. Svoleiðis gerir maður ekki. Gott að ég hafði vit á að losa mig við hann greyið. Hann var víst sjálfum sér verstur.
Mig vantar orku og þarf að fara að skerpa minnið eitthvað t.d. með krossgátum eða öðru slíku eða bara lesa. Er t.d. ekki enn búin að lesa bókina sem ég fékk frá Þóru í afmælisgjöf og svo kom Gunnsan hér með tvær bækur sem er víst algjör must að lesa. Maður varður svoldið samdauna sófanum af of miklu sjónvarpsglápi og er orðin svoldið gjörn á að sofna yfir því og vakna svo undir morgun stirð og úrill.
Í dag er reyklaus dagur um land allt en ekki hér á bæ. Hef aldrei verið mikið fyrir að láta segja mér fyrir verkum og allra síst hvort ég á að reykja þennan daginn eða hinn. Er að hugsa um að kýla á kvennahlaupið en bara ef ég fæ bol sem er ekki á 120 kg. karlmenn. Og liturinn í ár bara nokkuð góður. Dreg með mér soninn og aldrei að vita nema dæturnar fáist í hlaupið líka...þ.e.a.s. gönguna. Og svo fær hvuttinn kannski að koma með líka. Það er svoldið skrítið að vera komin í hundana...

laugardagur, maí 28, 2005

Ég er skrítin. Sofnaði í sófanum með Nikka ofan á mér og svaf þar á mitt græna eyra til hálf sjö og er nú komin á fætur. Það er ekki gott að sofna svona í öllum fötum og ekkert pláss til að snúa sér á alla kanta. Eitthvað hefur dregið úr hreinlætisæðinu en aldrei að vita nema það hellist yfir mig í dag. Að öðru leyti andlaus og syfjuð og veit ekki alveg hvað ég á af mér að gera...

föstudagur, maí 27, 2005

Ég er ekki með kátínukast eins og við systurnar fengum vestur á Patreksfirði förðum daga en ég er í hreinlætiskasti. Eldhúsið mitt er nú eins og núsleginn túskildingur og varla þekkjanlegt eftir tiltektaræði mitt sem skellur yfirleitt á undir miðnætti. Eftir að horfa á "Allt í drasli" helltist yfir mig þvílíkt þrifnaðaræði að annað eins hefur ekki sést á þessu heimili mjög lengi. Búin að þrífa alla innréttinguna og olíubera tekkið og ég veit ekki hvað, skúra gólfið með nýjum legi frá Besta sem á að gefa flísunum sérstakan gljáa og gott ef það gerir það ekki. Speedballið er algjörlega að virka og leysir upp alla fitu á augabragði. Og næstu daga verður ráðist í að þrífa baðið svona hátt og lágt. Ætti reyndar að vera komin í háttinn, þarf að vakna í fyrramálið til að syngja fyrir hana Bimbu mína og hennar skjólstæðinga. Á nú samt von á að Bimban taki með okkur lagið. Og krakkarnir búnir að kenna Nikka að setjast. Það væri gott ef þeim gengi eins vel að venja hann á að gera þarfið sínar úti en ekki út um allar trissur hér inni en það kemur ábyggilega...

sunnudagur, maí 22, 2005

Welllll, er ekki löngu kominn tími á svoldið blogg. Ýmislegt gerst síðan síðast. Var að koma frá Stokkseyrarbakka að syngja með léttum. Fínir tónleikar. Hitti t.d. Gunnar Á og Unni konu hans sem ég var vinna með hjá KÁ sem komu sérstaklega á Stokkseyri til að hlusta á okkur og svo hana Gyðu frá Holti sem var með mér í fjölbraut á Selfossi. Hún var nú ekki viss um að ég þekkti hana en auðvitað. Ég gleymi ekki fólki svo glatt...hún sagðist hafa horft á mig inní í kórnum og hugsað: Er þetta ekki mín stelpa, ójú. Ferlega gaman að syngja í þessu gamla frystihúsi og bara fínn hljómburður. Og þessi líka dásemdar humarsúpa í Fjöruborðinu og við María og Jóna görguðum yfir okkur í Draugasetrinu. Andsk....að láta hafa sig út í það að láta hræða sig. Verð að fara með krakkana við fyrsta tækifæri. Og svoldið sungið í humarsúpunni og í rútunni sem Fúll á móti keyrði. Vissi ekki að enn væru til svona fúlir á móti. Halló...Búin að drekka of mikið hvítvín og fegin að bjórflöskugreyið rann svona "létt" ofan í léttur á leiðinni.
En aðalmálið er auðvitað að hér er kominn nýr fjölskyldumeðlimur, lítill og sætur hvutti, american cocker spaniel. Algjörlega meiriháttar snúlluskott sem skítur og mígur út um allt en heillar alla upp úr skónum samt. Á heilbrigðisvottorði heitir hann Æsku Nikulás og ég vil bara kalla hann Nikka en hér velta börnin vöngum yfir nafni að blessast litla skottið. Reynum að komast að einhverri niðurstöðu á næstu dögum um nafn. En Younce kom með það komment að ef hann yrði einhvern tímann settur í búr, sem Sigrún og Víðir mæla með að verði keypt handa honum, verður hann Nicholas in the Cage...

mánudagur, maí 16, 2005Your Inner European is Italian!
Passionate and colorful.

You show the world what culture really is.
Who's Your Inner European?

föstudagur, maí 13, 2005

Jæja, þá er tónleikatímabilinu í lífi mínu lokið í bili að minnsta kosti. Þar til á Stokkseyrarbakka með Léttum 22. maí, en það er nú bara svona til að skemmta sér og öðrum.
Tónleikar Gospelsystra tókust bara vel í gær þó Valgerður og María hafi verið í sjöunda himni yfir því að við klúðruðum I´m a woman. Sammála þeim, þetta er okkar lag þ.e. okkar léttanna. Tekur það engin eins og við. En ég er sátt eftir þessa tónleikahrinu og meira að segja kúrdúbi textinn fór að mestu inn í minn haus, þurfti allavega ekki að hafa textann á blaði. Þoli ekki að standa á tónleikum með möppu.
Og Haukablaðið kláraðist í gær og farið í prentun. Vona svo sannarlega að það komi vel út. Því verður dreift á öll heimili í Firðinum svo það er eins gott að vanda sig verandi gaflari í húð og hár og haukamaður í hjarta. Og í kvöld verður örlitið teiti hjá Haukum. Ekki verra að fá eitthvað í svanginn.
Annars lítið títt, Hrund mín átti afmæli í gær og af því tilefni bauð kærastan henni út að borða og gott ef þetta er ekki næstum í fyrsta skipti sem það gerist. Kannski hefur Robbi boðið henni einhvern tímann út, jú ætli það ekki. Rakel Silja hjá pabbanum þessa helgi og frekar tómlegt þegar hún er ekki í kotinu.
Við reyndar bókuðum okkur til baunalands í júní, ætlum að vera í hálfan mánuð að mest hjá Rönkunni á Jótlandi með viðliti hjá Birnu systur í Köben. Miðað við plön krakkana munum við eyða mestum tíma í BonBonLand og DjursSömmerland og Legoland og hvað þessi lönd heita öll sömul.
En akkúrat núna er stefnan tekin á stórverslanir bæjarins í buxna- og fermingargjafaleit. Sigrún Solludóttir fermist núna á hvítasunnudag og Petra er líka að fara til vinkonu sinnar sem reyndar heitir Sigrún líka. Og svo Haukar kl. sex...skyldi vera sexari...

fimmtudagur, maí 12, 2005

Kúrdú biji balelini Tades tevi nere dzeju....þetta er nú meiri textinn og bara fyrstu tvær línurnar. Hvernig á að vera hægt að læra þetta. Reyni og rembist við að finna einhverja lógík í þessu en finn bara ekki út úr henni. Best færi að skrifa setningarnar í lófan og hafa svo örlitla kórógrafíu í kringum þetta. Önnur hver lína í hendinni og bara út með lófana og lesa um leið. Segi nú bara svona. Ætti auðvitað að vera komin í bælið, þarf að vakna korter í sex í fyrramálið til að mæta á stöð 2. Almáttugur en sú mæða....
Allt leystist þetta nú með manninn sem ég móðgaði sl. nótt og allt komið í góða farveg. Klára Haukablaðið á morgun og kem því í prentun vonandi.
Og svo er það Oprah. Ég segi nú bara hvað andsk...argaþras er þetta í einhverjum kerlingum yfir þessum þætti. Það er ekki nokkur hlutur sem Svanhildur sagði sem nokkur ástæða er til að æsa sig yfir. Og ég heyrði ekki undrunarstunurnar sem áttu að hafa farið um salinn þegar minnst var á að það gæti komið fyrir að fólk svæfi hjá á fyrsta stefnumóti. Og er það ekki bara rétt. Allavega hef ég gert það og fullt af fólki í kringum mig líka. Halló...eru þessar kerlingarvælur sem skrifuðu í Moggann af amerískum uppruna eða hvað. Tvískinningur ameríkana í sambandi við kynlíf lýsir sér best í orðum Clintons "I did not have a sexual relationship with this woman"...og hana nú sagði hænan og lagðist á bakið...

miðvikudagur, maí 11, 2005

Á fullu að rembast við að læra texta fyrir tónleika Gospelsystra á morgun. Ísland í bítið í fyrramálið eldsnemma, klipping eftir það og svo tvennir tónleikar annað kvöld.
Er eiginlega miður mín eftir að hafa sent bréf á mann út í bæ sem átti alls ekki að fá það. Hef aldrei ýtt á reply í stað forward og það þufti endilega að gerast núna. Og það bitnar á einhverjum öðrum en mér. Shit...ekki það að ég hafi verið neitt sérlega stórorð en alveg nóg. Vona svo sannarlega að þetta dragi ekki dilk á eftir sér. Sumir eru hörundssárari en aðrir. Get ekki hætt að pæla í þessu en gert er gert og ég get bara kennt sjálfri mér um.
Annars allt í góðum gír en ég þarf að fara út og kaupa kaffibaunir, get ekki verið kaffilaus aftur ef Gunnsan kemur í heimsókn...

laugardagur, maí 07, 2005

Jísusinn (orðatiltæki Rúskunnar) hvað gærdagurinn var skemmtilegur. Heilsufarið ekki upp á það allra besta í morgun en þolanlegt. Var að koma úr frænku/frændapartýi og gaman að hitta þessa þriðju kynslóð. Er svoldið eins og sprungið blaðra og ekki alveg í skrifstuði...

miðvikudagur, maí 04, 2005

Næ mér ekki háttinn eftir frábærar kóræfingar. Hróðmar algjörlega að gera sig og konan að smella. Gengur heldur verr að læra kurdubiji og helblóm hörku viður en það hlýtur að koma, hef heila viku í það. Tónleikar á léttum og systrum verða báðir ógislega skemmtilegir og er algjörlega að komast í sönggírinn. Hefði þurft að drusla mér í klippingu og athuga á morgun hvort hægt er að pota að algjörlega desperat konu með hárið út um allt og engan veginn. Annars verður bara að hafa það. Þarf að sauma smellu á mellubandið og festa aftur hlírann á mínu eldrauða hollívúdddressi. Og svo er ég bara tilbúinn í söngstuð aldarinnar.
Hér hafa komið þær uppástungur að skella sér í baunaland í sumar og það er svona í salti og aldrei að vita nema eitthvað gerist í þeim málum. Og hvolpur trúlega og vonandi á leiðinni á heimilið og Dundý og ömmubarnið kannski að fara að flytja að heiman. Er með henni í því þessa dagana að skoða íbúðir og er algjörlega sjokkeruð yfir því að pínkulitlar íbúðir kosta í dag meira en ég keypti húsið mitt á fyrir tæpum níu árum. Fyrr má nú aldeilis fyrrvera...

mánudagur, maí 02, 2005

Þessi helgi hefur eiginlega liðið án þess að ég hafi tekið eftir því. Ekki gert nokkurn skapaðan hlut af viti, ekki einu sinni komið mér út í garð hvað þá meir. Bara þvegið nokkrar þvottavélar, gengið frá þvotti, lagað til í tveimur af þremur barnaherbergjum og svo er helgin búin. Þetta er náttúrlega ekki hægt. Framundan tónleikar á fimmtudaginn, systkinabarnapartý á föstudaginn og RL partý á laugardaginn og trúlega flutningur hjá Vigni bróður. Húsið hann algjörlega meiriháttar og ég skil ekki alveg af hverju ég nenni ekki að byggja svona flott hús. Er bara í mínu gamla húsi með gamla tekkeldhúsinnréttingu, upprunalegt bað og ljótustu hurðar í heimi, grindverk í kringum pallinn sem er að hruni komið, engan heitan pott og engan sólskála...en ég á allavega trampólín...þó ég sé ekki enn farin að hoppa á því...
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter