<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 02, 2005

Þessi helgi hefur eiginlega liðið án þess að ég hafi tekið eftir því. Ekki gert nokkurn skapaðan hlut af viti, ekki einu sinni komið mér út í garð hvað þá meir. Bara þvegið nokkrar þvottavélar, gengið frá þvotti, lagað til í tveimur af þremur barnaherbergjum og svo er helgin búin. Þetta er náttúrlega ekki hægt. Framundan tónleikar á fimmtudaginn, systkinabarnapartý á föstudaginn og RL partý á laugardaginn og trúlega flutningur hjá Vigni bróður. Húsið hann algjörlega meiriháttar og ég skil ekki alveg af hverju ég nenni ekki að byggja svona flott hús. Er bara í mínu gamla húsi með gamla tekkeldhúsinnréttingu, upprunalegt bað og ljótustu hurðar í heimi, grindverk í kringum pallinn sem er að hruni komið, engan heitan pott og engan sólskála...en ég á allavega trampólín...þó ég sé ekki enn farin að hoppa á því...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter