miðvikudagur, maí 11, 2005
Á fullu að rembast við að læra texta fyrir tónleika Gospelsystra á morgun. Ísland í bítið í fyrramálið eldsnemma, klipping eftir það og svo tvennir tónleikar annað kvöld.
Er eiginlega miður mín eftir að hafa sent bréf á mann út í bæ sem átti alls ekki að fá það. Hef aldrei ýtt á reply í stað forward og það þufti endilega að gerast núna. Og það bitnar á einhverjum öðrum en mér. Shit...ekki það að ég hafi verið neitt sérlega stórorð en alveg nóg. Vona svo sannarlega að þetta dragi ekki dilk á eftir sér. Sumir eru hörundssárari en aðrir. Get ekki hætt að pæla í þessu en gert er gert og ég get bara kennt sjálfri mér um.
Annars allt í góðum gír en ég þarf að fara út og kaupa kaffibaunir, get ekki verið kaffilaus aftur ef Gunnsan kemur í heimsókn...
Er eiginlega miður mín eftir að hafa sent bréf á mann út í bæ sem átti alls ekki að fá það. Hef aldrei ýtt á reply í stað forward og það þufti endilega að gerast núna. Og það bitnar á einhverjum öðrum en mér. Shit...ekki það að ég hafi verið neitt sérlega stórorð en alveg nóg. Vona svo sannarlega að þetta dragi ekki dilk á eftir sér. Sumir eru hörundssárari en aðrir. Get ekki hætt að pæla í þessu en gert er gert og ég get bara kennt sjálfri mér um.
Annars allt í góðum gír en ég þarf að fara út og kaupa kaffibaunir, get ekki verið kaffilaus aftur ef Gunnsan kemur í heimsókn...
Comments:
Skrifa ummæli