föstudagur, maí 27, 2005
Ég er ekki með kátínukast eins og við systurnar fengum vestur á Patreksfirði förðum daga en ég er í hreinlætiskasti. Eldhúsið mitt er nú eins og núsleginn túskildingur og varla þekkjanlegt eftir tiltektaræði mitt sem skellur yfirleitt á undir miðnætti. Eftir að horfa á "Allt í drasli" helltist yfir mig þvílíkt þrifnaðaræði að annað eins hefur ekki sést á þessu heimili mjög lengi. Búin að þrífa alla innréttinguna og olíubera tekkið og ég veit ekki hvað, skúra gólfið með nýjum legi frá Besta sem á að gefa flísunum sérstakan gljáa og gott ef það gerir það ekki. Speedballið er algjörlega að virka og leysir upp alla fitu á augabragði. Og næstu daga verður ráðist í að þrífa baðið svona hátt og lágt. Ætti reyndar að vera komin í háttinn, þarf að vakna í fyrramálið til að syngja fyrir hana Bimbu mína og hennar skjólstæðinga. Á nú samt von á að Bimban taki með okkur lagið. Og krakkarnir búnir að kenna Nikka að setjast. Það væri gott ef þeim gengi eins vel að venja hann á að gera þarfið sínar úti en ekki út um allar trissur hér inni en það kemur ábyggilega...
Comments:
Skrifa ummæli