<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 31, 2005

Ég er hugsa um að blogga líka annars staðar og þá ekki einu sinni undir eigin nafni. Ýmislegt sem maður lætur ekki flakka á þessu opinbera bloggi. Hér er bara talað um tiltektir og barnauppeldi og slíkt en það sem sækir á hugann er bara þar en þyrfti að komast út út mínum haus stundum. Skrifaði dagbók í mörg ár og þá aðallega ef eitthvað var að angra mig en hætti því þegar einn af mínum fyrrverandi fylgdist með öllum mínum athöfnum í gegnum dagbókina mína. Svei attan og skammastín. Svoleiðis gerir maður ekki. Gott að ég hafði vit á að losa mig við hann greyið. Hann var víst sjálfum sér verstur.
Mig vantar orku og þarf að fara að skerpa minnið eitthvað t.d. með krossgátum eða öðru slíku eða bara lesa. Er t.d. ekki enn búin að lesa bókina sem ég fékk frá Þóru í afmælisgjöf og svo kom Gunnsan hér með tvær bækur sem er víst algjör must að lesa. Maður varður svoldið samdauna sófanum af of miklu sjónvarpsglápi og er orðin svoldið gjörn á að sofna yfir því og vakna svo undir morgun stirð og úrill.
Í dag er reyklaus dagur um land allt en ekki hér á bæ. Hef aldrei verið mikið fyrir að láta segja mér fyrir verkum og allra síst hvort ég á að reykja þennan daginn eða hinn. Er að hugsa um að kýla á kvennahlaupið en bara ef ég fæ bol sem er ekki á 120 kg. karlmenn. Og liturinn í ár bara nokkuð góður. Dreg með mér soninn og aldrei að vita nema dæturnar fáist í hlaupið líka...þ.e.a.s. gönguna. Og svo fær hvuttinn kannski að koma með líka. Það er svoldið skrítið að vera komin í hundana...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter