laugardagur, maí 28, 2005
Ég er skrítin. Sofnaði í sófanum með Nikka ofan á mér og svaf þar á mitt græna eyra til hálf sjö og er nú komin á fætur. Það er ekki gott að sofna svona í öllum fötum og ekkert pláss til að snúa sér á alla kanta. Eitthvað hefur dregið úr hreinlætisæðinu en aldrei að vita nema það hellist yfir mig í dag. Að öðru leyti andlaus og syfjuð og veit ekki alveg hvað ég á af mér að gera...
Comments:
Skrifa ummæli