<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 13, 2005

Jæja, þá er tónleikatímabilinu í lífi mínu lokið í bili að minnsta kosti. Þar til á Stokkseyrarbakka með Léttum 22. maí, en það er nú bara svona til að skemmta sér og öðrum.
Tónleikar Gospelsystra tókust bara vel í gær þó Valgerður og María hafi verið í sjöunda himni yfir því að við klúðruðum I´m a woman. Sammála þeim, þetta er okkar lag þ.e. okkar léttanna. Tekur það engin eins og við. En ég er sátt eftir þessa tónleikahrinu og meira að segja kúrdúbi textinn fór að mestu inn í minn haus, þurfti allavega ekki að hafa textann á blaði. Þoli ekki að standa á tónleikum með möppu.
Og Haukablaðið kláraðist í gær og farið í prentun. Vona svo sannarlega að það komi vel út. Því verður dreift á öll heimili í Firðinum svo það er eins gott að vanda sig verandi gaflari í húð og hár og haukamaður í hjarta. Og í kvöld verður örlitið teiti hjá Haukum. Ekki verra að fá eitthvað í svanginn.
Annars lítið títt, Hrund mín átti afmæli í gær og af því tilefni bauð kærastan henni út að borða og gott ef þetta er ekki næstum í fyrsta skipti sem það gerist. Kannski hefur Robbi boðið henni einhvern tímann út, jú ætli það ekki. Rakel Silja hjá pabbanum þessa helgi og frekar tómlegt þegar hún er ekki í kotinu.
Við reyndar bókuðum okkur til baunalands í júní, ætlum að vera í hálfan mánuð að mest hjá Rönkunni á Jótlandi með viðliti hjá Birnu systur í Köben. Miðað við plön krakkana munum við eyða mestum tíma í BonBonLand og DjursSömmerland og Legoland og hvað þessi lönd heita öll sömul.
En akkúrat núna er stefnan tekin á stórverslanir bæjarins í buxna- og fermingargjafaleit. Sigrún Solludóttir fermist núna á hvítasunnudag og Petra er líka að fara til vinkonu sinnar sem reyndar heitir Sigrún líka. Og svo Haukar kl. sex...skyldi vera sexari...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter