<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 22, 2005

Welllll, er ekki löngu kominn tími á svoldið blogg. Ýmislegt gerst síðan síðast. Var að koma frá Stokkseyrarbakka að syngja með léttum. Fínir tónleikar. Hitti t.d. Gunnar Á og Unni konu hans sem ég var vinna með hjá KÁ sem komu sérstaklega á Stokkseyri til að hlusta á okkur og svo hana Gyðu frá Holti sem var með mér í fjölbraut á Selfossi. Hún var nú ekki viss um að ég þekkti hana en auðvitað. Ég gleymi ekki fólki svo glatt...hún sagðist hafa horft á mig inní í kórnum og hugsað: Er þetta ekki mín stelpa, ójú. Ferlega gaman að syngja í þessu gamla frystihúsi og bara fínn hljómburður. Og þessi líka dásemdar humarsúpa í Fjöruborðinu og við María og Jóna görguðum yfir okkur í Draugasetrinu. Andsk....að láta hafa sig út í það að láta hræða sig. Verð að fara með krakkana við fyrsta tækifæri. Og svoldið sungið í humarsúpunni og í rútunni sem Fúll á móti keyrði. Vissi ekki að enn væru til svona fúlir á móti. Halló...Búin að drekka of mikið hvítvín og fegin að bjórflöskugreyið rann svona "létt" ofan í léttur á leiðinni.
En aðalmálið er auðvitað að hér er kominn nýr fjölskyldumeðlimur, lítill og sætur hvutti, american cocker spaniel. Algjörlega meiriháttar snúlluskott sem skítur og mígur út um allt en heillar alla upp úr skónum samt. Á heilbrigðisvottorði heitir hann Æsku Nikulás og ég vil bara kalla hann Nikka en hér velta börnin vöngum yfir nafni að blessast litla skottið. Reynum að komast að einhverri niðurstöðu á næstu dögum um nafn. En Younce kom með það komment að ef hann yrði einhvern tímann settur í búr, sem Sigrún og Víðir mæla með að verði keypt handa honum, verður hann Nicholas in the Cage...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter