<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 07, 2005

Þakið á kotinu byrjaði að leka í gær og í dag kom hér maður og sagði að þakið væri ónýtt og þyrfti að skipta um járn á því öllu saman. Arg...eitthvað kemur það til með að kosta. En þetta kemur mér svo sem ekkert á óvart en maðurinn minn heldur að húsið haldi sér við sjálft og aldrei þurfi að gera aftur það sem einhvern tímann hefur verið gert. Það er löngu kominn tími á að skipta um gler hér í gluggum en honum finnst nú lítið liggja á því. Svo kom ég með þá uppástungu að setja flísar á svalirnar en hans vegna mættu þessar svalir hrynja, eru aldrei notaðar segir hann. Greinilegt að honum dettur aldrei í hug að viðra rúmfötin sín...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter