<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 04, 2005

Algjörlega er það makalaust að ég er búin að baka fyrir skírnina hjá litlu frænkunni og leggja kjúklingabringurnar í mareneringu fyrir gospelspartý. Og meira að segja brá út af vananum og bakaðu gúmmulaðitertuna hennar Maríu minnar og líka marensrúllutertuna hennar Margrétar xfomma. Varð nú að prófa að baka hana þar sem ég hafði ekki nokkra trú á því að það væri létt verk og löðurmanlegt að rúlla upp marens en viti menn. Bara ekkert mál. Svo nú er ísskápurinn niðri fullur af veisluföngum, tertum, brauðtertum og laxarúllum og kjúllum í mareneringu. Ég held svei mér þá að ég færi létt með að fara út í veisluþjónustu og nokkuð viss um að ef ég hefði Maríu í farteskinu væru okkur allir vegir færir í þessum efnum, svei mér þá.
Og Jánsinn kláraði girðingarbúinn á pallinum í kvöld og bara nokkuð vel heppnað hjá karli. Og svo fékk ég fermingarmyndirnar af Petru hjá Spessa í kvöld og þær eru bara ferlega sætar, þó daman hafi verið nokkuð stúrin á meðan á myndatökunni stóð, aðallega af svengd.
Annar ekkert títt en enda gerist lítið þegar deginum er eytt í kökubakstur...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter