<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 15, 2005

Dæmalaus bloggleti er þetta en ég er ekki búin að vera neinn voðalega löt á öðrum sviðum undanfarið. Helti mér í endalausa vefsíðugerð og bara komin nokkuð áleiðis með það. Og búin að fara á mitt pottanámskeið og svona og bara orðin skárri í eldamennskunni á rándýru salatmaster pottum, nei ég segi nú bara svona. Og viðgerðin á þakinu mun kosta milljón eða meir. Og Danmörk framundan og alles. Og Hrundin mín og litla ömmusnúllan mín að flytja að heiman í kringum mánaðarmótin. Allamalla. Það verða nú viðbrigði þegar þessi litla glaða stúlka verður ekki hér alla daga. Hún er algjörlega búin að bræða mitt litla ömmuhjarta og verður bara skemmtilegri og skemmtilegri. Skrækir af hamingju daginn út og inn. En það er náttúrlega löngu kominn tími til að mín 26 ára gamla dóttir flytji úr móðurranni og þó fyrr hefði verið. Og sú 14 ára fær að fara niður í kjallara í herbergi stóru systur og hin fá stærri herbergi í kjölfarið. Og undanfarið hafa börnin mín verið mikið í því að láta sig hverfa og múmmsan út um allt að leita að þeim en yfirleitt koma þau nú í leitirnar seint og um síðir. Eins og ég hafi nú ekki eitthvað við tímann annað að gera en að æða hér um götur í leit að afkvæmunum með hundinn í eftirdragi. Suss og suss. En nú ætla ég að skúra á meðan engir eru hér á röltinu að æða yfir nýskúraðar flísarnar. Já, við gerum mörg verkin á nóttunni þessar þreyttu húsmæður...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter