mánudagur, júní 06, 2005
Það er ákveðið spennufall í mér. Skírnarveislan með öllu mínu gúmmulaði tókst vel og litla frænkan fékk nafnið Helena Mist. Og svo gospelaltpartý strax eftir skírnina og ekki var gúmmilaðið þar verra. Mikið borðað, drukkið og spjallað og sungið og farið í kubbaleikinn og spilað badminton og hoppað á trampólíni. Gott partý þó húsráðandi hafi látið sig hverfa þegar líða tók á nóttina og skilið þá gesti sem enn voru í húsi eftir í stofunni. Bara náði mér ekki upp úr rúminu þegar ég var lögst í það. Og nú er ég andlaus og löt og lús komin í hárið á Katrínu svo eitthvað verð ég að gera í því eigi síðar en strax...
Comments:
Skrifa ummæli