<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 02, 2005

Guðdómlegt veður úti eins og hefur reyndar verið undanfarna daga. Búin að gera eitt stykki köku og tree more to go. Þarf að versla í dag fyrir gospelpartý á laugardagskvöldið sem startað verður með sexara strax eftir skírnarveisluna hjá bró.
Og ýmislegt annað sem ég þarf að muna eftir eins og t.d. að fara í einhverja búðina og skrá okkur mæðginin í kvennagönguna góðu. Allt gert til að fá sætan bol.
Sá að Vésan var með gómsætt pasta í gær og ég reyndar líka. Eitt af því sem ég get sett ofan í mig án þess að þurfa að bíta mikið í það. Get reyndar nokkurn veginn bitið í hluti en þá festist þetta allt í spöngnum svo það er bera betra að vera ekkert að því. Bara að bræða allt í munnsanum þar til það leysist upp. Hér var carbonara að mínum hætti. Slatti af beikoni steikt á pönnu. Alveg snilld að kaupa þetta niðurbrytjað í bréfum. Nokkur egg en allavega þrjú aðskilin og svo öðrum þremur skellt á pönnuna og hrært í eins og skrabled eggjum. Einn grænmetisteningur og svo heil ferna af matreiðslurjóma. Látið malla á meðan spagettið er soðið eftir leiðbeiningum. Pastað sett í skál, þrjár eggjarauður settar yfir og svo sósunni. Vella og síðan glás af parmasan yfir. Ógislega gott og einfalt. Auðvitað má nota parmaskinku í staðinn fyrir beikonið. Nóg af mataruppskriftum. Er ekki mikill kokkur.
Og nú ætla ég að leggjast í að baka jarðaberjakökuna hennar Maríu, perutertu og bananatertu og svo skelli ég í tvær brauðtertur og bý til laxarúllurnar hennar Maríu líka. Það ætti að duga í skírnina auk þess sem pöntuð verður sérstök skírnarterta.
Annars er ég orkulaus og löt þessa dagana...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter