<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Er búin að vera að passa ömmubarnið mitt undanfarna tvo daga á meðan pabbinn er í vinnunni og mamman í Danmörku. Hún er yndisleg þessi litla snúlla en ég er algjörlega búin eftir daginn. Skil ekki hvernig ég fór að því að vera með þrjú lítil börn, sérstaklega stelpurnar báðar sofandi úti í vagni enda fæddar með 17 mánaða millibili. Skelfing gott að vita að ég er komin úr barneign og fæ bara ömmubörn hér eftir sem hægt er að skila þegar degi lýkur.
Er búin að fjárfesta í fleiri svefnpokum og dýnum og stefnir allt í að við Gunnsan stormum í útilegu á morgun og klárum hana fyrir verslunarmannahelgina. Hef ekki farið í útilegu um þá helgi síðan ég var unglingur á útihátíðum sem urðu nú víst aldrei fleiri en þrjár. Er ekki alveg svona verslunarmannahelgarútihátíðarfrík só...
Og þeir í væntanlegri vinnu minni vilja að ég byrji helst í gær og ég sem ætlaði að passa Rakel þegar Hrund byrjar að vinna. Þarf að tala við þá á morgun og reyna að byrja 8. ágúst en ég hefði helst ekki viljað byrja fyrr en 1. sept. en það er ekki á allt kosið í þessu lífi. Það verður skrítið að vera útivinnandi eftir 13 ára sjálfstæði. Hvenær á ég t.d. að fara í klippingu og svo þarf ég að fara oft og mörgum sinni til tannsa út af spöngunum...en það hlýtur að púslast einhvern veginn. Hlakka til og kvíði fyrr í senn...
Og svo er þetta með cyper elskhugana. Mágkona mín á einn slíkan og segist vera í platónsku, rómantísku samband við mann einhvers staðar og finnst það skrítið að manninum sínum finnist það ekki alveg í lagi...döööö....
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter