laugardagur, júlí 23, 2005
Það er komið sumar...sól í heiði skín...dásamlegt veður og frúin búin að fjárfesta í eðaltjaldi, borði og stólum og tveimur svefnpokum. Er að breytast í útilegufrík eða eitthvað. Ekki að ég hafi farið í útilegu með mitt fína tjald en því hefur verið tjaldað hér í garðinum og krakkarnir sofa þar eina og eina nótt. Og svo má ekki gleyma rauðu gúmmítúttunum sem ég festi kaup á í fyrrum KÁ á Selfossi á leiðinni í gospelútileguna. Og Gunnsan er ekkert skárri en ég, líka búin að kaupa tjald og fleira og ætlar nú að leggjast í útilegur með syninum.
Og svo er annað í farvatninu hjá þeirri gömlu, þ.e. mér því ég er á leiðinni út á vinnumarkaðinn eftir að vera nánast heimavinnandi í 13 ár. Fer á mánudaginn að ræða við væntanlega vinnuveitendur...gaman, gaman...annars ekkert að gerast nema blessuð blíðan...
Og svo er annað í farvatninu hjá þeirri gömlu, þ.e. mér því ég er á leiðinni út á vinnumarkaðinn eftir að vera nánast heimavinnandi í 13 ár. Fer á mánudaginn að ræða við væntanlega vinnuveitendur...gaman, gaman...annars ekkert að gerast nema blessuð blíðan...
Comments:
Skrifa ummæli