<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Það er víst kominn 12. júlí en á sunnudaginn þann 10. júlí voru liðin 100 ár frá fæðingu ömmu minnar og af því tilefni var blásið hér til veislu til að minnast hennar. Hér mætti meirihluti ættarinnar og áttu skemmtilegan dag. Afkomendur ömmu og afa eru orðnir 56 og enn að bætast í þennan fríða og föngulega hóp. Við systkinabörnin þekkjumst nú ágætlega en okkar börn heldur minna og það er alltaf gott að efla fjölskylduböndin. Amma mín var einmitt sú manneskja sem hélt fjölskyldunni saman og til hennar komu allir. Ég var mikið hjá ömmu og afa þegar ég var krakki og enga hefur mér þótt vænna um en þau nema ef vera skyldi börnin mín. Ég man að ég vorkenndi öðrum krökkum af því þau áttu ekki mína ömmu og minn afa. Þau voru algjörlega einstök, hjartahlý og góð með afbrigðum. Minningin um þau mun lifa í hjarta mínu svo lengi sem ég lifi...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter