<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júlí 01, 2005

Jæja, síðasti dagurinn í danaveldi runninn upp. Höfum þrætt nánast alla skemmtigarða sem til eru hér og Rúskan er algjörlega búin að prófa öll hættulegustu tæki sem þar fyrirfinnast. Gamla settið lét hafa sig í að fara tvisvar sinnum í elsta rússubana í Evrópu á Bakken. Sú eina sem ekki lætur hafa sig í einhverjar hættur er Trínan sem stendur bara og horfir á þegar restin af fjölskyldunni argar úr sér lungun. Komum hingað til Köben á mánudagskvöldið eftir að hafa dvalið í algjörlega eins og blóm í eggi hjá Ragnhildi og Peter. Það er eins og að vera á fimm stjörnu hóteli að dvelja hjá þeim. Róið undir okkur og dekrað við okkur, maturinn í hæsta gæðaflokki og ekki spillti veðrið. Hér hefur ekki komið dropi úr lofti síðan við komum og hitinn milli 25 og 30 stig upp á hvern einasta dag. Við komum með 17. júní veðrið að heiman og vonandi komum við með danska veðrið með okkur heim.
Það verða svoldið viðbrigði að koma heim og litla ömmusnúllan flutt að heiman. Það verður svoldið erfitt fyrir ömmuna að hafa ekki þennan gleðimola í eldhúsdyrunum alltaf. En ég fæ vonandi að passa þetta skott öðru hvoru.
En nú er best að koma sér í að pakka og svo er stefnan tekin á Fields, sem er stærsta moll í skandinavíu og eyða þar deginum og meiri peningum áður en haldið er heim á klakann...
Comments: Skrifa ummæli
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com This page is powered by Blogger. Isn't yours? Free interactive commenting by www.SquawkBox.tv - click to sign-up! Site Meter