sunnudagur, júlí 03, 2005
Komin heim í heiðardalinn í rigninguna, tiltektina og þvottinn sem engan enda tekur. Vika í útilegu léttanna og ættarmótið þann 10. Það verður gaman að hitta slegtið og vonandi hangir hann þurr þennan dag því þó garðurinn rúmi slegtið er ekki víst að húsið geri það nema ef vera skyldi elstu kynslóðina.
Dundý og litla Rakel Silja fluttar að heiman þó þær hafi nú verið hér síðustu tvær nætur. Það verða svoldil viðbrigði að hafa þær alla vega þá stuttu. Hún hristir hausinn þegar maður segir nei, nei, nei og er algjörlega á leiðinni að skríða og standa upp. Dugleg þessi litla sæta ömmustelpa.
En áfram með smjörið og tiltekt. Verð að koma húsinu í samt lagt eftir danmerkurdvöl svo ég geti slappað af fram að næstu helgi...
Dundý og litla Rakel Silja fluttar að heiman þó þær hafi nú verið hér síðustu tvær nætur. Það verða svoldil viðbrigði að hafa þær alla vega þá stuttu. Hún hristir hausinn þegar maður segir nei, nei, nei og er algjörlega á leiðinni að skríða og standa upp. Dugleg þessi litla sæta ömmustelpa.
En áfram með smjörið og tiltekt. Verð að koma húsinu í samt lagt eftir danmerkurdvöl svo ég geti slappað af fram að næstu helgi...
Comments:
Skrifa ummæli